Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 27. apríl 2010 12:00
Hafliði Breiðfjörð
Spá Fótbolta.net: 11. sæti - Selfoss
Selfoss er spáð 11. sæti af sérfræðingum Fótbolta.net
Lið Selfoss vann 1. deildina á síðustu leiktíð.
Lið Selfoss vann 1. deildina á síðustu leiktíð.
Mynd: Kjartan Björnsson
Guðmundur Benediktsson mun þjálfa Selfyssinga og spila með þeim.
Guðmundur Benediktsson mun þjálfa Selfyssinga og spila með þeim.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markahrókurinn Sævar Þór Gíslason er loksins kominn í efstu deild að nýju.
Markahrókurinn Sævar Þór Gíslason er loksins kominn í efstu deild að nýju.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Það verður gaman að fylgjast með Jóni Daða og Guðmundi Þórarinssyni.
Það verður gaman að fylgjast með Jóni Daða og Guðmundi Þórarinssyni.
Mynd: Kjartan Björnsson
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að nýliðar Selfoss endi í 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar og falli þar með beint niður aftur. Tíu sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Selfoss fékk 19 stig út úr þessu.

Sérfræðingarnir
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari, Hjörvar Hafliðason, Kristján Finnbogason, Ásmundur Haraldsson, Lárus Orri Sigurðsson, Guðlaugur Baldursson, Helgi Sigurðsson, Tómas Ingi Tómasson, Ásmundur Arnarsson, Leifur Garðarsson.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. Selfoss - 19 stig
12. Haukar - 15 stig

Um liðið:
Stemmningin á Selfossi í fyrra var ótrúleg þegar liðið vann 1. deildina nokkuð óvænt. Mikill uppgangur hefur verið í fótboltanum á Selfossi undanfarin ár. Liðið kemur til leiks með nýjan þjálfara en Guðmundur Benediktsson tekur við af Gunnlaugi Jónssyni. Liðinu hefur gengið illa að fá til sín leikmenn og leikmannahópurinn er lítið breyttur frá í fyrra. Það eru margir ágætis leikmenn sem koma með liðinu upp en enginn þeirra hefur reynslu í efstu deild nema Sævar Þór Gíslason og Guðmundur þjálfari. Sævar Þór hefur ekki verið áberandi í Lengjubikarnum í vor en mikilvægt er að hann stígi upp.

Styrkleikar:
Selfoss er með unga, spennandi og graða leikmenn. Stemmningin í bæjarfélaginu er mikill styrkur hjá liðinu sem er að leika í fyrsta sinn í efstu deild. Það getur verið mikill styrkileiki ef Guðmundur Benediktsson og Sævar Þór spila mikið saman í framlínunni og það er ávísun á mörk þegar þeir spila. Föst leikatriði eru ávallt hættuleg hjá Selfossi og þeir eiga góða skallamenn.

Veikleikar:
Guðmundur Benediktsson er ekki enn farinn að spila með liðinu og Sævar Þór Gíslason var meiddur fram eftir vetri og hefur ekki verið að sýna sitt besta ennþá. Liðið hefur tekið stórt stökk undanfarin ár og farið á stuttum tíma úr 2. deildinni í efstu og spurning hvernig þeir ráða við það. Báðir markverðir liðsins eru lítið reyndir og það gæti verið veikleiki.

Lykilmenn:
Sævar Þór Gíslason, Guðmundur Benediktsson og Agnar Bragi Magnússon.

Gaman að fylgjast með:
Það verður gaman að fylgjast með hinum ungu Guðmundi Þórarinssyni og Jóni Daða Böðvarssyni sem hefur verið frábær á undirbúningstímabilinu og ætlar sér greinilega stóra hluti í sumar. Stefán Ragnar Guðlaugsson hefur einnig stigið upp og það verður gaman að sjá hann í sumar.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Þjálfarinn
Guðmundur Benediktsson þjálfar lið Selfoss á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari en hann tók við búinu af Gunnlaugi Jónssyni síðasta haust.

Þrátt fyrir að hafa ekki þjálfað áður hefur hann verið eftirsóttur sem þjálfari og Valur reyndi einnig að fá hann til að þjálfa lið sitt í fyrra.

Hann valdi Selfoss og ætlar að vera spilandi þjálfari hjá liðinu svo áhorfendur fá áfram að njóta þess að sjá hann spila.

Hann hefur skorað 57 mörk í 237 leikjum í efstu deild og hefur lagt upp flest mörk allra undanfarin ár.

Völlurinn:
Það eru miklar breytingar í vallarmálum hjá Selfossi fyrir þetta tímabil en liðið mun hefja leik fram eftir sumri á gervigrasvelli sínum þar sem komið verður upp bráðabirgðastúku.

Aðalvöllur liðsins var tekinn upp síðastliðið vor og ákveðið að sá í hann með framtíðargæði í huga þó svo það þýði að hann sé lengur að verða klár. Hann verður klár á miðju sumri en á sama tíma verður tilbúin 700 sæta stúka sem er á milli vallarins og gervigrasvallarins.


Breytingar á liðinu:

Nýir frá síðasta sumri:
Davíð Birgisson frá KR á láni
Guðmundur Benediktsson frá KR
Gunnar Rafn Borgþórsson til baka úr meiðslum
Kjartan Sigurðsson frá Hamar
Ingi Rafn Ingibergsson frá ÍBV

Farnir frá síðasta sumri:
Birkir Hlynsson í ÍBV (var á láni)
Hjörtur Júlíus Hjartarson í ÍA
Gunnlaugur Jónsson, hættur

Leikmenn Selfoss sumarið 2010:
1. Elías Örn Einarsson
2. Sigurður Eyberg Guðlaugsson
3. Arilíus Marteinsson
4. Agnar Bragi Magnússon
5. Kjartan Sigurðsson
6. Andri Freyr Björnsson
7. Ingólfur Þórarinsson
8. Henning Eyþór Jónasson
9. Jón Steindór Sveinsson
10. Sævar Þór Gíslason
11. Ingþór Jóhann Guðmundsson
12. Jóhann Ólafur Sigurðsson
14. Árni Páll Hafþórsson
17. Davíð Birgisson
19. Ingvi Rafn Óskarsson
20. Guðmundur Þórarinsson
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson
22. Gunnar Rafn Borgþórsson
23. Ingi Rafn Ingibergsson
24. Guðmundur Benediktsson
25. Jón Daði Böðvarsson
29. Jón Guðbrandsson
30. Einar Ottó Antonsson


Leikir Selfoss 2010:
11. maí: Selfoss - Fylkir
16. maí: KR - Selfoss
20. maí: Selfoss - Haukar
25. maí: Selfoss - Stjarnan
30. maí: Keflavík - Selfoss
6. júní: Selfoss - fram
14. júní: Valur - Selfoss
21. júní: Selfoss - FH
27. júní: ÍBV - Selfoss
5. júlí: Selfoss - Breiðablik
8. júlí: Breiðablik - Stjarnan
18. júlí: Fylkir - Selfoss
25. júlí: Selfoss - KR
5. ágúst: Haukar - Selfoss
8. ágúst: Stjarnan - Selfoss
16. ágúst: Selfoss - Keflavík
22. ágúst: Fram - Selfoss
30. ágúst: Selfoss - Valur
12. september: FH - Selfoss
16. september: Selfoss - ÍBV
19. september: Breiðablik - Selfoss
25. september: Selfoss - Grindavík
banner
banner
banner