Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 27. apríl 2010 12:00
Magnús Már Einarsson
Guðmundur Benedikts: Er ekki í neinu standi til að spila fótbolta
Selfossi er spáð 11. sæti af sérfræðingum Fótbolta.net
,,Ég á síður von á því að ég verði eitthvað viðriðinn spilamennsku.  Ég held og eiginlega veit að þetta er alveg fullt starf að vera að þjálfa liðið.  Ég hugsa að ég muni beita mínum kröfum í það að þjálfa liðið, ég held að það sé meiri hjálp í mér fyrir utan heldur en inná.
,,Ég á síður von á því að ég verði eitthvað viðriðinn spilamennsku. Ég held og eiginlega veit að þetta er alveg fullt starf að vera að þjálfa liðið. Ég hugsa að ég muni beita mínum kröfum í það að þjálfa liðið, ég held að það sé meiri hjálp í mér fyrir utan heldur en inná."
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Guðmundur Karl
Mynd: Guðmundur Karl
,,Ég átti ekki von á því að okkur yrði spáð mikilli velgengni. Það er alveg ljóst að við þurfum að berjast fyrir hverju einasta stigi og það ætlum við að gera," sagði Guðmundur Benediktsson þjálfari Selfyssinga en liðinu er spáð ellefta sæti í Pepsi-deildinni í sumar. Það eru 10 sérfræðingar sem Fótbolti.net fékk til að spá og þegar þær spár voru lagðar saman kom í ljós að Selfyssingar voru næstneðstir.

,,Það kemur svo sem ekkert á óvart að okkur sé spáð einu af neðstu sætunum. Ég held a það sé eðlilegt þar sem Selfoss er að spila í fyrsta sinn í efstu deild. Við höfum ekki verið að hrúga inn mönnum og erum nánast með sama mannskap og fór upp. Spáin og spár almennt leggjast aldrei neitt illa í mig."

Strákar sem hafa unnið fyrir því að spila í efstu deild:
Selfyssingar hafa verið nokkuð rólegir á leikmannamarkaðinum og leikmannahópurinn er svipaður og í fyrra.

,,Þetta eru strákar sem hafa unnið fyrir því að spila í efstu deild og við tókum þá stefnu snemma að þeir myndu fá tækifæri til að sýna sig og sanna. Þeir hafa fengið allan veturinn og staðið sig heilt yfir af prýði. Þeir munu að sjálfsögðu vera í lykilhlutverki í þessu liði og mér finnst það bara eðlilegt."

Leikmennirnir sem Selfyssingar hafa fengið hafa frekar litla reynslu af efstu deild, leikjahæstur af þeim er Ingi Rafn Ingibergsson sem á að baki nítján leiki í efstu deild með ÍBV.

,,Þetta eru þrír leikmenn, Ingi Rafn sem kom frá ÍBV, Kjartan (Sigurðsson) sem spilaði með Hamar í fyrra og síðan Davíð Birgis sem við erum með í láni frá KR. Þeir hafa allir fallið vel inn í hópinn. Það er mikilvægast að allir falli vel inn í hópinn og við reynum að vanda valið í þeim efnum."

Í dag eru tvær vikur í fyrsta leik Selfyssinga en Guðmundur segir óljóst hvort fleiri leikmenn eigi eftir að bætast í leikmannahópinn.

,,Það er ekkert í hendi eða beint í spilunum. Við erum hins vegar með augun opin og ef eitthvað mjög spennandi dettur inn þá munum við skoða það. Það er ekkert virkilega í gangi þannig séð. Ég held að það sé aldrei skynsamlegt að loka einhverjum dyrum. Ef eitthvað gott kemur upp þá er sama hvaðan gott kemur."

Tel að ég sé með ferskari og sterkari leikmenn en ég sjálfur:
Guðmundur lék tuttugu leiki með KR í Pepsi-deildinni í fyrra og margir hafa beðið spenntir eftir að hann taki fram með skóna með Selfyssingum. Guðmundur segist hins vegar ætla að einbeita sér að þjálfuninni í sumar og hann býst ekki við að leika með Selfyssingum.

,,Ég á síður von á því að ég verði eitthvað viðriðinn spilamennsku. Ég held og eiginlega veit að þetta er alveg fullt starf að vera að þjálfa liðið. Ég hugsa að ég muni beita mínum kröfum í það að þjálfa liðið, ég held að það sé meiri hjálp í mér fyrir utan heldur en inná."

,,Ég áttaði mig fljótlega á því að þetta er meira að segja það að þjálfa. Ég vissi það reyndar nokkurnvegin fyrir. Ég tel að ég sé með ferskari og sterkari leikmenn en ég sjálfur í dag. Þess vegna held ég að það sé skynsamlegra að nota þá."


Guðmundur segist ekki vera í góðu formi en hann hefur lítið æft með Selfyssingum.

,,Ég hef æft mjög lítið, lítið sem ekki neitt. Ég er ekki í neinu standi til að spila fótbolta. Ég verð það kannski einhverntímann seinna í sumar þegar allt er í blóma, þá er aldrei að vita hvort maður verði kominn í stand. Ég ætla ekki að neita því að það er búið að kitla mikið síðustu daga og vikur en ég held að það sé skynsamlegar að leyfa yngri og ferskari mönnum að sjá um þetta og ég treysti þeim 100% til þess."

,,Þetta verður örugglega erfitt á hliðarlínunni í sumar en það kemur einhverntímann að endapunkti í þessu. Ég held að þetta sé komið fínt hjá mér og sumir myndu segja að þetta sé fyrir löngu komið fínt hjá mér en það er bara eins og það er."


Maður getur aldrei útilokað neitt í lífinu, það er langt síðan ég lærði það og ég hef séð mýmörg dæmi þess að menn þykjast vera hættur og hitt og þetta. Ég myndi samt ekki hvetja neinn til að veðja á það að ég spili eitthvað, það er nánast tapaður peningur."

Hluti af íslenskum veruleika að spila á gervigrasi:
Selfyssingar munu leika á gervigrasi í upphafi móts þar til ný stúka við aðalvöll liðsins verður klár um mitt sumar

,,Það þýðir ekkert að láta það eyðileggja fyrir sér. Nýji völlurinn og stúkan er í vinnslu og hann mun komast í gagnið í sumar. Það þýðir ekki að láta það pirra sig eitthvað að spila á gervigrasi, það er hluti af íslenskum veruleika og við verðum að lifa við það eins og sum önnur lið."

Fyrsti leikurinn á gervigrasinu verður gegn Fylki í fyrstu umerðinni þann 11. maí.
,,Það er mikil áskorun að fá Fylki og það verður gríðarlega erfiður leikur eins og allir leikirnir okkar. Fylkisliðið stóð sig miklum sóma á síðustu leiktíð og Óli Þórðar ætlar sér örugglega að byggja ofan á það. Við þurfum að vera í okkar allra besta standi til að mæta þeim af alvöru."

,,Við erum mjög ánægðir með að byrja heima og ég held að það sé mikið gleðiefni fyrir allt bæjarfélagið að fá úrvalsdeildarleik í fyrstu umferð á heimavelli. Ég veit að það eru ekki bara leikmenn og við í kringum liðið sem hlökkum mikið til því að það er allt bæjarfélagið. Vonandi náum við að mynda mjög góða stemningu á Selfossi."

banner
banner
banner
banner