Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 05. maí 2010 10:00
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Powerade slúðrið: Gylfi Þór til Newcastle?
Torres er orðaður við Chelsea.
Torres er orðaður við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Milos Krasic gæti farið til Manchester United í sumar.
Milos Krasic gæti farið til Manchester United í sumar.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór er orðaður við Newcastle.
Gylfi Þór er orðaður við Newcastle.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að helsta slúðrinu úr enska boltanum en pakkinn er í boði Powerade.



Chelsea vonast til að hafa betur gegn Manchester City í baráttunni um Fernando Torres framherja Liverpool. Chelsea ætlar að setja met á Englandi með því að bjóða 70 milljónir punda í leikmanninn. (Daily Mail)

Manchester United vonast til að geta fengið Milos Krasic frá CSKA Moskvu á 16 milljónir punda í sumar. (Caughtoffside.com)

Sir Alex Ferguson, stjóri United, vill fá einn leikmann til félagsins í sumar og það er Luka Modric miðjumaður Tottenham. (Footylatest.com)

Argentínska dagblaðið Ole segir að Angel Di Maria, kantmaður Benfica, sé búinn að semja við Real Madrid. (Imscouting.com)

Parma vill kaupa Valeri Bojinov frá Manchester City en framherjinn hefur staðið sig vel á láni á tímabilinu. (Daily Mail)

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, vonast til að fá framherjann Marko Pantelic frá Ajax í sumar. (Caughtoffside.com)

Arsenal er að íhuga tilboð í Giampaolo Pazzini framherja Sampdoria. (Caughtoffside.com)

Arsenal hefur einnig spurst fyrir um Gianluigi Bbuffon markvörð Juventus en hann hefur áhuga á að fara til Englands. (The Sun)

Arsenal ætlar að reyna að fá Joe Hart, markvörð Manchester City, en hann hefur leikið frábærlega á láni hjá Birmingham á tímabilinu. (The Guardian)

West Ham gæti óvænt reynt að fá Joe Cole frá Chelsea. Cole verður samningslaus í sumar en hann fór frá West Ham til Chelsea árið 2003. (Caughtoffside.com)

West Ham ætlar að bjóða fimm mlljónir punda í Graham Dorrans miðjumann WBA en síðarnefnda félagið vill tíu milljónir punda fyrir leikmanninn. (Daily Mail)

Steve Bruce, stjóri Sunderland, ætlar að bjóða samanlagt níu milljónir punda í Maynor Figueroa og Chris Kirkland hjá Wigan. (Daily Mirror)

Tottenham er tilbúið að bjóða framherjann Robbie Keane til Everton í skiptum fyrir Steven Pienaar. (Daily Mirror)

Stoke hefur boðið fjórar milljónir punda í Jon Walters miðjumann og fyrirliða Ipswich Town. (The Sun)

Newcastle er á eftir Gylfa Þór Sigurðssyni miðjumanni Reading. Gylfi skoraði 20 mörk á nýliðnu tímabili og var valinn leikmaður ársins hjá Reading. (Daily Mirror)

Wolves er komið í baráttuna um Frederic Piquionne sem hefur verið í láni hjá Portsmouth frá Lyon. Blackburn og Birmingham hafa einnig áhuga á framherjanum. (The Sun)

Liverpool ætlar að hækka tilboð sitt í Danny Wilson varnarmann Rangers en liðið mun bjóða að minnsta kosti tvær milljónir punda í leikmanninn fyrir helgi. (Daily Mail)

Liverpool gæti neyðst til að velja um að halda Rafa Benitez eða Fernando Torres. Samband þeirra er orðið það slæmt að ef Benitez verður áfram stjóri þá gæti Torres farið. (The Sun)

Kenny Daglish gæti tekið tímabundið við Liverpool með Ian Rush sem aðstoðarmann ef Rafael Benitez fer til Juventus. (Daily Mirror)

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, ætlar að endurbyggja lið Manchester United í sumar, jafnvel þó að liðið nái að verða enskur meistari. (Daily Mirror)

Karim Benzema, framherji Real Madrid, segist vilja vera hjá félaginu að eilífu. (Daily Mirror)

Sol Campbell, varnarmaður Arsenal, telur sig eiga möguleika á landsliðssæti fyrir HM í sumar. Campbell lék síðast með enska landsliðinu í undankeppni EM 2008. (Daily Mirror)

Martin Jol, fyrrum stjóri Tottenham og núverandi þjálfari Ajax, segist hafa áhuga á að þjálfa aftur í Englandi. (The Sun)

Steve Cotterill, fyrrum stjóri Burnley, mun líklega taka við Coventry af Chris Coleman sem var rekinn í gær. (The Sun)

Gary McAllister, fyrrum stjóri Leeds, gæti tekið við Coventry en hann var í miklum metum hjá félaginu sem leikmaður. (Daily Telegraph)

Jonny Evans er að gera nýjan fjögurra ára samning við Manchester United. (Daily Express)

Matthew Etherington, kantmaður Stoke, er tilbúinn að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við félagið. (The Sun)
banner
banner