Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   mið 12. maí 2010 11:26
Hörður Snævar Jónsson
Matthías Vilhjálmsson: Fann snertingu og reyndi ekki að standa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Matthías Vilhjálmsson leikmaður FH segir að hann hafi ekki verið að dýfa sér er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Val á mánudag.

Valur var yfir 2-1 er Matthías fékk vítaspyrnuna en Reynir Leósson virtist ekki koma mikið við hann.

Gunnar Már Guðmundsson fór á punktinn og skoraði úr spyrnunni.

,,Ég var ekki að dýfa mér," sagði Matthías í samtali við Fótbolta.net í dag.

,,Ég fann fyrir snertingu og í stöðunni 2-1 þá þurftum við á einhverju að halda og ég var kannski ekki að reyna að standa."

,,Fyrir mér var þetta víti og þeir sem voru í kringum mig fannst þetta vera víti."

,,Þetta var mjög mikilvægt því við ætluðum ekki að tapa þessum leik.,"
sagði Matthías að lokum.

FH á stórleik á næsta sunnudag er liðið mætir Haukum á Vodafone vellinum.
banner
banner
banner