Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
   mið 12. maí 2010 11:40
Þórður Már Sigfússon
Fulham og Hearts njósna um Birki
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fótbolti.net fylgdust útsendarar frá enska úrvalsdeildarliðinu Fulham og skoska liðinu Hearts með Birki Bjarnasyni í leik Viking og Molde á mánudagskvöldið.

Auk þess voru útsendarar frá liðum í Þýskalandi, Frakklandi og Hollandi einnig meðal áhorfenda á leiknum.

Heimildarmaður Fótbolti.net í Noregi segir áhuga Fulham á Birki enga tilviljun þar sem Roy Hodgson, þjálfari Fulham, hreifst mjög mikið af leikmanninum þegar hann þjálfaði Viking árin 2004 og 2005.

Birkir var þá leikmaður í unglingaliði Viking en hann fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliðinu undir stjórn Hodgsons, í Evrópuleik gegn CSKA Sofia í nóvember 2005, þá einungis 17 ára gamall.

Heimildir Fótbolti.net herma einnig að Birkir sé einn nokkurra leikmanna í Noregi sem Hearts hafi augastað á um þessar mundir og sá útsendari félagsins hann m.a. eiga stórleik og skora gegn Molde í síðustu umferð.
Landsliðsmaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson leikur sem kunnugt með Hearts en hann var valinn besti leikmaður liðsina á síðasta keppnistímabili af stuðningsmönnum félagsins.

Birkir hefur spilað mjög vel á þessu keppnistímabili en hann hefur skorað fjögur mörk í sex leikjum til þessa og hlotið mikið lof fyrir.

Útsendarar frá Íslendingaliði Reading hafa einnig séð Birki spila á þessu keppnistímabili.