Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 26. maí 2010 15:00
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Nikola Zigic til Birmingham (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Birmingham hefur keypt framherjann Nikola Zigic frá Valencia fyrir óuppgefna upphæð. Þessi 29 ára gamli Serbi er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við Birmingham.

Zigic kom til Valencia á fimmtán milljónir punda árið 2007 en talið er að Birmingham borgi um sex milljónir punda fyrir hann.

Zigic er afar hávaxinn leikmaður eða 2,02 metrar og ljóst er að varnarmenn í ensku úrvalsdeildinni þurfa að hafa mikið fyrir því ef þeir ætla að vinna hann í loftinu.

Á ferli sínum hefur Zigic skorað 16 mörk í 42 landsleikjum með Serbum en hann verður í eldlínunni með liðinu á HM í sumar.

Líklegt er að Birmingham fái fleiri leikmenn til sín á næstu viku en Charles N'Zogbia kantmaður Wigan og Paul Konchesky vinstri bakvörður Fulham eru báðir á óskalista Alex McLeish knattspyrnustjóra félagsins.
banner
banner