Andri Marteinsson þjálfari Hauka var svekktur yfir því að hafa ekki náð að landa sigri gegn Stjörnunni en honum fannst sitt lið hafa spilað betur en Stjörnumenn.
Ég get ekki sagt að ég sé sáttur, en ég er mjög sáttur við frammistöðu liðsins og í fyrsta sinn í sumar þar sem við tökum á því allar 90 mínútur leiksins en ég hefði viljað uppskera meira.
Ef þér býðst kaka og þú færð eina sneið þú hlýtur að vera pínulítið svekktur að fá ekki kökuna, mér fannst leikurinn spila þannig að þeir voru ekki að skapa neitt og skora úr föstum leikatriðum þannig að okkur var refsað af óshyggju og ég hefði viljað sjá þrjú stig í dag.
Andri var ósáttur við dómgæsluna en hann hafði þetta um hana að segja.
Ég hef bara um eitt um það að segja, að ef hann hefði verið í mínu liði þá hefði ég tekið hann útaf snemma í fyrri hálfleik. sagði Andri að lokum