Heimild: Goal
Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, er búinn að segja að Rio Ferdinand hafi meiðst á hné á æfingu liðsins og að hann sé á spítala.
Capello sagði eftirfarandi á blaðamannafundi:
,,David James var í smá vandamálum með hnéð en alls ekkert til að óttast. Barry er byrjaður að æfa með aðalliðinu. Hann batnar með hverjum deginum sem líður."
,,Aðrar slæmar fréttir eru þær að í enda síðustu æfingu liðsins meiddist Rio Ferdinand á hné. Hann er á spítalanum í röntgenmyndatöku. Við vonum að þetta sé ekki alvarlegt."
Aðspurður um hvað hafi ollið meiðslunum svaraði Capello:
,,Þetta var bara venjuleg tækling."
Samkvæmt orðrómum frá Suður-Afríku gætu meiðslin verið það alvarleg að Ferdinand missi af öllu mótinu.