Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 13. júní 2010 12:17
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Íhuga að banna leiðinlegu lúðrana á HM
Ungur drengur blæs í vuvuzela lúður.
Ungur drengur blæs í vuvuzela lúður.
Mynd: Getty Images
Skipulagsnefnd Heimsmeistaramótsins í Suður Afríku íhugar nú að banna vuvuzela lúðrana leiðinlegu á leikvöngum keppninnar vegna kvartana áhorfenda og sjónvarpsstöðva sem sýna mótið.

Vuvuzela lúðrarnir mynda stöðugt hátt hljóð sem minnir á randarflugur og hefur einokað leikvanga keppninnar til þessa og yfirgnæft venjuleg hljóð stuðningsmanna.

Danny Jordaan framkvæmdastjóri skipulagsnefndar mótsins var svo spurður í morgun hvort hann myndi banna lúðrana.

,,Ef það er grundvöllur til þess þá já," svaraði hann. ,,Við höfum sagt að ef einhver lúður lendir á vellnum vegna reiði þá grípum við til aðgerða."

Patrice evra fyrirliði Frakka er einn fjölmargra sem hefur kvartað undan lúðrunum. ,,Við getum ekki sofið á nóttunni vegna vuvuzelas," sagði hann. ,,Fólk byrjar að blása í þá frá 06:00. Við getum ekki heyrt í hvorum öðrum innan vallar vegna þeirra."

Jordaan sagði að þó svo hljóðið pirraði suma þá gerðu þeir allt til að gera sem minnst úr áhrifum þess.

,,Við höfum reynt að hafa skipulag. Við höfum óskað eftir því að ekkert sé blásið í vuvuzela á meðan þjóðsöngvar eru leiknir eða tilkynningar í hátalarakerfi. Það er erfitt en við reynum að hafa eins góða stjórn á þessu og við getum."

,,Það eru útsendingaraðilar og einstaklingar sem hafa kvartað og það er eitthvað sem við erum stöðugt að skoða. Ég myndi frekar vilja heyra söngva. Það hefur alltaf skapað frábært andrúmsloft á leikvöngunum og ég vil hvetja þá til að syngja."
banner
banner
banner
banner
banner