Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   lau 17. júlí 2010 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: AP 
Prestur rekinn fyrir fótboltamessu fyrir úrslitaleik HM
Myndin tengist fréttinni ekki.
Myndin tengist fréttinni ekki.
Mynd: Getty Images
Kaþólskur prestur sem komst í fjölmiðla um allan heim fyrir að halda svokallaða appelsínugula messu til að biðja fyrir hollenska landsliðinu fyrir úrslitaleik Heimsmeistaramótsins í Suður Afríku gegn Spáni hefur verið rekinn af biskup í Hollandi.

Jozef Punt Biskum í Haarlem sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi að Paul Vlaar prestur í þorpinu Obdam í norður Amsterdam hafi ekki gert rétt með því að halda messuna.

Vlaar var í appelsínugulum kufli og skreytti kirkjuna með appelsínugulum fánum. Á meðan messunni stóð lék hann markvörð þegar sóknarbarn sparkaði bolta niður kirkjugólfið.

Biskupinn vildi meina að messan hafi skapað reiði í Hollandi og um allan heim. Hann leysti Vlaar svo frá störfum en sjálfur tjáði Vlaar sig ekki í gær. Varaformaður safnaðarins sagði hinsvegar að þar á bæ væru menn hissa og vonsviknir yfir að þessi vinsæli prestur væri látinn fara tímabundið.

,,Fólk skilur þetta ekki. Það styðja allir séra Paul og við skiljum ekki hvað var svona slæmt að hann sé látinn fara tímabundið," sagði varaformaðurinn, Win Bijman en eins og flestir vita var bænum þeirra ekki svarað því Spánn vann úrslitaleikinn 1-0.
banner
banner
banner