Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 23. ágúst 2010 22:03
Magnús Valur Böðvarsson
Umfjöllun: Óvæntur Haukasigur í Kópavogi
Haukar fagna öðru markinu í kvöld.
Haukar fagna öðru markinu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elfar Freyr fær að líta rauða spjaldið.
Elfar Freyr fær að líta rauða spjaldið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Ársælsson gengur af velli skömmu eftir að hafa skorað sjálfsmark.
Kári Ársælsson gengur af velli skömmu eftir að hafa skorað sjálfsmark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson fylgist með Hauki Baldvinssyni.
Arnar Gunnlaugsson fylgist með Hauki Baldvinssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 0 - 2 Haukar
0-1 Daníel Einarsson ('16)
0-2 Kári Ársælsson ('34, sjálfsmark)

Það kom í ljós í kvöld að Haukar fara amk ekki sigurlausir í gegnum Pepsi deildina og eygja ennþá smá von um að halda sæti sínu í deildinni eftir góðan 0-2 útigsigur á Breiðabliki. Fyrir leikinn var fátt sem benti til þess að Haukar færu að sigra Blika sem eru í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitillinn.

Haukar voru án Guðmundar Mete og Kristjáns Ómars Björnssonar en báðir tóku þeir út leikbann og þá var Spánverjinn Garcia settur á bekkinn. Blikar voru með sama lið og í seinasta leik þeirra.

Leikurinn var nokkuð tíðindalítill í byrjun leiks en á 16.mínútu komust þeir yfir. Haukar höfðu átt hornspyrnu sem Blikar náðu að bægja frá en Ásgeir Ingólfsson sendi góða fyrirgjöf inn í teiginn og þar kom Daníel Einarsson fljúgandi inn í teiginn og skoraði með flottum skalla. 1-0 fyrir Hauka sannarlega óvænt staða þar á ferð.

Blikar áttu að jafna í næstu sókn þegar Guðmundur Kristjánsson var kominn í dauðafæri en í stað þess að skjóta reyndi hann að sóla og tapaði boltanum frá sér. Illa farið með gott færi þar. Það var ekki búinn hálftími af leiknum þegar allir varamenn Blika voru farnir að hita upp.

Haukar náðu að bæta við marki á 34.mínútu en þá tók Guðjón Lýðsson stutta hornspyrnu á Hilmar Rafn Emilsson sem skaut að marki, Kári Ársælsson renndi sér í boltann og sendi hann framhjá Ingvari Kale í marki Blika. Við þetta tók Ólafur Kristjánsson Kára af velli.

Ekki skánaði ástandi fyrir Blika þegar Elfar Freyr Helgasyni var vikið af velli á 45. mínútu fyrir litlar sakir. Svo virtist sem Hilmar Geir Eiðsson hafi misst boltann of langt frá sér og Elfar tæklað hann. virkilega vafasamur dómur.

Haukamenn börðust eins og ljón og skoraði Arnar Gunnlaugsson mark sem var réttilega dæmt af. Þá átti Hilmar Emilsson góðan skalla sem Ingvar Kale varði vel. Blikum gegn illa að skapa sér færi og voru Haukar í raun og veru nær því að bæta við.

Arnar Gunnlaugsson fékk þá sannkallað dauðafæri inn í markteig en skalli hans fór í stöngina. Virkilega góður undirbúningur hjá Hilmari Geir Eiðssyni. Magnús Björgvinsson sem kom inná sem varamaður fékk einnig fínt færi en Ingvar Kale sá við skoti hans.

Smám saman fjaraði úr leiknum og Haukar vörðust til að verja sinn fyrsta sigur. Það tókst og fyrstu 3 stigin komin í hús hjá Haukunum en spurningin er hvort þau komi nokkuð of seint.

Breiðablik Ingvar Þór Kale - Arnór Sveinn Aðalsteinsson(Árni Kristinn Gunnarsson 79), Elfar Freyr Helgason, Kári Ársælsson(Olgeir Sigurgeirsson 37'), Kristinn Jónsson - Guðmundur Kristjánsson, Jökull Elísarbetarson, Finnur Orri Margeirsson - Kristinn Steindórsson(Guðmudur Pétursson 58'), Alfreð Finnbogason, Haukur Baldvinsson
Varamenn: Sigmar Ingi Sigurðsson, Rannver Sigurjónsson, Tómas Óli Garðarsson, Andri Rafn Yeoman

Haukar: Daði Lárusson - Gunnar Ormslev Ásgeirsson (Aron Jóhannsson 89'), Daníel Einarsson, Jamie McCunnie, Úlfar Hrafn Pálsson - Hilmar Geir Eiðsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Grétar Atli Grétarsson, Ásgeir Þór Ingólfsson - Arnar Gunnlaugsson(Garðar Geirsson 73') - Hilmar Rafn Emilsson (Magnús Björgvinsson 71')
Varamenn: Amir Mehica, Þórhallur Dan Jóhannsson, Björgvin Stefánsson, Alexandre Garcia Canedo,

Áhorfendur 1233
Maður Leiksins Arnar Gunnlaugsson (Haukar)
Dómari Þóroddur Hjaltalín Jr. Sæmilegur, of margar rangar ákvarðanir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
banner
banner
banner
banner