Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   þri 31. ágúst 2010 10:56
Þórður Már Sigfússon
Heimild: Heimasíða Verona 
Emil Hallfreðsson til Hellas Verona (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Vilhjálmur Siggeirsson
Emil Hallfreðsson hefur gengið til liðs við ítalska C-deildarliðið Hellas Verona frá Reggina á lánssamningi út tímabilið en frá þessu er greint á heimasíðu fyrrnefnda félagsins.

Fótbolti.net greindi frá því í gær að forráðamenn Verona og Reggina ættu í viðræðum um möguleg félagaskipti Emils en lengi leit út fyrir að leikmaðurinn myndi ganga í raðir ítalska A-deildarliðsins Cesena.

Verona hefur forkaupsrétt á leikmanninum að lánssamningnum loknum.

Verona er fornfrægt félag og vann m.a. ítalska meistaratitilinn árið 1985 en síðan þá hefur leiðin legið niður á við.
banner
banner