Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 06. september 2010 10:35
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sky 
Van der Vaart hafnaði Liverpool
Mynd: Getty Images
Hollenski miðjumaðurinn Rafael van der Vaart ákvað að ganga frekar til liðs við Tottenham heldur en Liverpool sem sýndi honum líka áhuga.

Van der Vaart kom til Tottenham á síðustu stundu áður en félagaskiptaglugginn lokaði. Liverpool sýndi honum líka áhuga en ekki FC Bayeren eins og orðrómur hefur verið um.

,,Liverpool hafði áhuga en Bayern hafði ekki áhuga," sagði Van der Vaart.

,,Þú verður að hafa góða tilfinningu og með þessum stjóra hef ég góða tilfinningu. Ég er ánægður og ég er að fara til Spurs."

,,Ég ætla að gera mitt besta og vonandi spila ég marga leiki og verð mikilvægur fyrir liðið. Ég vonast til að skora mörg mörk og skemmta mér."

banner
banner
banner
banner