Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 12. september 2010 14:05
Alexander Freyr Tamimi
Heimild: Soccernet 
Houllier: Það var ég sem vann Meistaradeildina fyrir Liverpool
Var það Benítez eða Houllier sem átti stærstan þátt í Evróputitli Liverpool?
Var það Benítez eða Houllier sem átti stærstan þátt í Evróputitli Liverpool?
Mynd: Getty Images
Gerard Houllier, sem líkast til verður orðinn knattspyrnustjóri Aston Villa, segir að það hafi verið sér að þakka að Liverpool hafi unnið Meistaradeildina árið 2005. Tólf mánuðum áður hafði Rafa Benítez tekið við stjórninni af Houllier og stýrði Spánverjinn liðinu til sigurs.

En Houllier segist hafa verið sá maður sem átti hvað stærstan þátt í sigrinum og hafa margir leikmanna liðsins tekið undir með honum.

„Hjá Liverpool sagði stjórnarformaðurinn mér einn dag að ég hefði komið liðinu inn í 21. öldina hvað varðar aðstöðu og æfingar,“ sagði Houllier.

„Við enduðum líka í fjórða, þriðja, öðru, fimmta og fjórða sæti. Það eina sem ég er ósáttur með er að hafa ekki unnið deildina, en það var bara ekki innan seilingar.“

„Þegar Liverpool vann Meistaradeildina í Istanbul fór ég inn í búningsklefann og það var mjög tilfinningaþrungin stund. Ég sat feiminn úti í horni en þá komu allir leikmennirnir til mín og föðmuðu mig og sögðu: „Þetta er liðið þitt!“. Það var skrítið því ég hafði ekki einu sinni tekið eftir því að ég hafði keypt og unnið með öllum þessum leikmönnum nema tveimur.“

„Og þeir sem segja að stjórarnir eigi líka að bæta leikmennina, þá gerði ég það líka. Michael Owen vann gullknöttinn þegar ég var stjóri Liverpool.“

banner
banner
banner
banner