Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   mán 13. september 2010 15:04
Hörður Snævar Jónsson
Yfirlýsing KR send til aganefndar
Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
Yfirlýsingin sem KR-ingar settu á heimasíðu sína fyrir leikinn gegn ÍBV verður send til aganefnandar. Þetta staðfesti Þórir Hákonarsson framkvæmdarstjóri KSÍ.

KR-ingar settu út á það að Erlendur Eiríksson skyldi dæma leikinn sem KR vann í Eyjum í gær.

Aganefnd kemur saman á morgun og spurning hvort KR verði refsað.

Erlendur dæmir í Eyjum
Erlendur Eiríksson dæmir leik ÍBV og KR á sunnudag. Það verður fyrsti KR-leikur hans eftir bikarúrslitaleikinn í síðasta mánuði.

Við treystum Erlendi ekki, svo það sé á hreinu. Við vissum ekki af tengslum hans við FH fyrr en eftir bikarúrslitaleikinn í síðasta mánuði. Tengslin eru að okkar mati þess eðlis að Erlendur, eða KSÍ, áttu að gera okkur grein fyrir þeim, þó ekki væri nema í nafni háttvísinnar.

Vegna tengslanna hefði hæfi hans eða vanhæfi átt að koma til skoðunar. Það skal áréttað hér að hæfi eða vanhæfi hefur ekkert með hæfni eða færni að gera heldur það að hlutlægni og heilindi séu hafin yfir vafa.

Allir vita hvernig úrslitaleikurinn þróaðist og óhjákvæmilega hafa KR-ingar metið ákvarðanir hans í atvikunum sem breyttu leiknum með tilliti til þessa.

Framundan er mjög mikilvægur leikur við ÍBV, leikur sem varðar öll liðin í toppbaráttunni. Það má vera að KSÍ og önnur félög treysti Erlendi. Við treystum honum ekki og höfum gert KSÍ grein fyrir því. Við eigum ekki von á að KSÍ breyti ákvörðun sinni og þess vegna teljum við rétt að allir þekki afstöðu okkar fyrir leikinn.

Það var svosem auðlesið að fyrsti KR-leikur Erlendar eftir úrslitaleikinn yrði leikurinn í Eyjum. Á velli sem lengst frá KR-vellinum og - ef Landeyjahöfn lofar - án stuðningsmanna KR.

banner
banner