Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 13. september 2010 22:41
Alexander Freyr Tamimi
Umfjöllun: Fram heldur áfram sigurgöngunni
Fram og Keflavík mættust í Laugardalnum í kvöld.
Fram og Keflavík mættust í Laugardalnum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Leifsson átti fínan leik og var óheppinn að skora ekki mark.
Tómas Leifsson átti fínan leik og var óheppinn að skora ekki mark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framarar fagna hér marki Halldórs Hermanns.
Framarar fagna hér marki Halldórs Hermanns.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Almarr skoraði annað mark Fram.
Almarr skoraði annað mark Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Hermann lætur skotið ríða af og úr varð mark.
Halldór Hermann lætur skotið ríða af og úr varð mark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram 2 - 1 Keflavík
1-0 Halldór Hermann Jónsson ('36)
1-1 Jón Guðni Fjóluson ('44, sjálfsmark)
2-1 Almarr Ormarsson ('77)

Framarar unnu í kvöld sinn þriðja leik í röð í Pepsi deildinni þegar þeir lögðu Keflavík 3-1 í Laugardalnum. Þetta var seinasti leikur 19. umferðar Pepsi deildarinnar og var hann var ósköp þýðingarlítill, eins og endurspeglaðist kannski á fyrstu mínútunum. Hvorugt þessara liða hefur að vísu verið þekkt fyrir að spila skemmtilegasta fótboltann í sumar en fyrri hálfleikurinn reyndist þó ágætis skemmtun þegar líða tók á hann.

Framararnir byrjuðu betur og áttu nokkur ágætis hálffæri áður en Ívar Björnsson var hársbreidd frá því að jafna eftir rúmar tíu mínútur. Frábær fyrirgjöf frá Tómasi Leifssyni þræddi í gegnum allan teiginn og til Ívars á fjærstöng en Ómar Jóhannsson í marki Keflvíkinga varði skot hans vel.

Þegar rúmur stundarfjórðungur var liðinn hefðu gestirnir getað náð forskotinu þegar Haukur Ingi Guðnason átti skalla rétt framhjá markinu eftir góða fyrirgjöf frá hægri. Haukur Ingi var dauðafrír og hefði að minnsta kosti átt að hitta á rammann.

Tómas Leifsson átti aðra góða sendingu inn á Ívar á 24. mínútu en sá síðarnefndi skaut í slána og enn vildi boltinn ekki inn. Færin gengu liða á milli og hefðu Keflvíkingar getað komist yfir þegar Hörður Sveinsson rétt missti af frábærri fyrirgjöf frá Magnúsi Sverri Þorsteinssyni.

Skömmu síðar átti Tómas hættulegt skot fyrir Framara sem Ómar varði glæsilega í horn en það var svo á 36. mínútu sem Fram náði forystunni með stórglæsilegu marki frá Halldóri Hermanni Jónssyni. Halldór Hermann fékk þá boltann talsvert fyrir utan steig og kom sér í skotfæri. Hann lét vaða á markið og náði frábæru skoti sem söng í netinu og staðan orðin 1-0 fyrir heimamönnum.

Keflvíkingar virtust staðráðnir í að jafna metin fyrir leikhlé og áttu þeir meðal annars dauðafæri þar sem boltinn endaði í slánni. Það kom þó ekki að sök því að rétt fyrir leikhlé varð Jón Guðni Fjóluson fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar fyrirgjöf barst inn í teiginn. Hólmar Örn Rúnarsson var í boltanum og virtist markið fyrst vera hans eign en það kom síðan í ljós eftir skoðun á myndbandi af atvikinu að það var af Jóni Guðna sem boltinn fór inn.

Skömmu síðar flautaði Þóroddur Hjaltalín dómari til leikhlés og staðan jöfn, 1-1 þegar leikmenn gengu til búningsklefanna. Líkast til sanngjörn niðurstaða þar sem bæði lið höfðu fengið sinn skerf af ágætis færum.

Síðari hálfleikurinn var ekki upp á marga fiska en Framararnir byrjuðu talsvert ákveðnari. Ívar Björnsson var nokkuð nálægt því að skora snemma en skot hans fór af varnarmanni og í horn. Skömmu síðar átti Halldór Hermann annað langskot en boltinn fór rétt framhjá markinu.

Skömmu síðar féll Tómas Leifsson inni í teig Keflvíkinga og vildi fá vítaspyrnu en uppskar ekkert nema gult spjald fyrir leikaraskap.

Næstu 25 mínúturnar eða svo voru ekki mikið fyrir augað og leit ekki eitt einasta færi dagsins ljós. Bæði lið voru að berjast fyrir því að skapa sér færi en eitthvað skorti sköpunargáfuna því að lítið var í spilunum. Það kom því hálfpartinn eins og þruma úr heiðskýru lofti þegar Almarr Ormarsson kom Frömurum yfir með glæsilegu einstaklingsframtaki á 77. mínútu.

Hann fékk þá fína sendingu frá varamanninum Hlyni Atla Magnússyni og geystist upp kantinn þar sem hann fékk nægan tíma og nóg pláss. Hann keyrði inn í teiginn og átti glæsilegt skot sem fór framhjá Ómari markverði og í fjærhornið. Staðan orðin 2-1 fyrir heimamönnum og Willum Þór Þórsson þjálfari Keflvíkinga allt annað en ánægður.

Bæði lið fengu færi til að skora mark eftir þetta atvik en niðurstaðan var 2-1 sigur Framara sem fara upp fyrir Val og í 5. sætið þar sem þeir sitja með 29 stig. Keflvíkingar eru aftur á móti enn í 8. sætinu með 24 stig sem verða að teljast mikil vonbrigði.

Lið Fram: Hannes Þór Halldórsson, Kristján Hauksson, Halldór Hermann Jónsson, Daði Guðmundsson, Jón Gunnar Eysteinsson, Samuel Tillen, Almarr Ormarsson, Ívar Björnsson, Jón Guðni Fjóluson, Tómas Leifsson, Josep Tillen.
Varamenn: Ögmundur Kristinsson, Kristinn Ingi Halldórsson, Hlynur Atli Magnússon, Hörður Björgvin Magnússon, Alexander Veigar Þórarinsson, Guðmundur Magnússon, Jón Orri Ólafsson.

Lið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson, Alen Sutej, Guðjón Árni Antoníusson, Haraldur Freyr Guðmundsson, Andri Steinn Birgisson, Guðmundur Steinarsson, Haukur Ingi Guðnason, Magnús Sverrir Þorsteinsson, Brynjar Örn Guðmundsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Hörður Sveinsson.
Varamenn: Lasse Jörgensen, Einar Orri Einarsson, Bojan Stefán Ljubicic, Arnór Ingvi Traustason, Magnús Þór Magnússon, Magnús Þórir Matthíasson, Viktor Smári Hafsteinsson.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
banner
banner
banner
banner