Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
   sun 19. september 2010 07:40
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Gary McAllister orðinn aðstoðarstjóri hjá Aston Villa
Gary McAllister var í gær ráðinn aðstoðarmaður Gerard Houllier hjá Aston Villa.

Þetta var tilkynnt í kringum leik Aston Villa og Bolton í gær en McAllister var á meðal áhorfenda á leiknum.

McAllister hefur áður stýrt Coventry og Leeds en hann kemur til Aston Villa frá Middlesbrough þar sem hann var í þjálfaraliðinu.

McAllister þekkir Houllier vel en Frakkinn keypti hann til Liverpool á sínum tíma.
banner