Heimild: BBC
Gary McAllister var í gær ráðinn aðstoðarmaður Gerard Houllier hjá Aston Villa.
Þetta var tilkynnt í kringum leik Aston Villa og Bolton í gær en McAllister var á meðal áhorfenda á leiknum.
McAllister hefur áður stýrt Coventry og Leeds en hann kemur til Aston Villa frá Middlesbrough þar sem hann var í þjálfaraliðinu.
McAllister þekkir Houllier vel en Frakkinn keypti hann til Liverpool á sínum tíma.