mið 13. október 2010 20:07
Alexander Freyr Tamimi
Heimild: Sky 
Benayoun ekki meira með á tímabilinu
Benayoun verður frá í hálft ár.
Benayoun verður frá í hálft ár.
Mynd: Getty Images
Yossi Benayoun leikmaður Chelsea verður fjarri góðu gamni næsta hálfa árið vegna meiðsla á ökkla. Alvarleiki meiðslanna kom í ljós eftir að Benayoun fór í landsliðsferð með Ísrael í undankeppni EM 2012.

Þessi fyrrum leikmaður Liverpool gat ekki spilað í leikjum Ísrael gegn Króatíu og Grikklandi og hafa röntgenskoðanir sýnt að hann þurfi að gangast undir aðgerð sem mun valda sex mánaða fjarveru.

„Yossi Benayoun mun fara í aðgerð á ökkla á mánudag,” sagði í yfirlýsingu á heimasíðu Chelsea.

„Þessi ísraelski landsliðsmaður sneri aftur til félagsins í seinustu viku og verður fjarri í um það bil sex mánuði.”

Gæti þetta þýtt að Benayoun muni ekki spila meira á tímabilinu, en hann hefur átt erfitt uppdráttar undir stjórn Carlo Ancelotti og hefur ekki komið mikið við sögu.
banner
banner
banner