Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. október 2010 15:06
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Sporting Life 
Benítez hraunar yfir framkvæmdastjóra Liverpool
Rafael Benítez.
Rafael Benítez.
Mynd: Getty Images
Rafael Benítez fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool var mjög gagnrýninn á Christian Purslow framkvæmdastjóra félagsins á fréttamannafundi í dag og vill kenna honum um allt sem hefur miður farið hjá félaginu.

Benítez var knattspyrnustjóri liðsins í sex ár en hætti í sumar og er nú hjá Inter Milan. Hann var nokkuð harðorður en talaði samt undir rós og talaði um mjólkurflöskur í sí og æ.

,,Ég vil síður tala mikið um Liverpool," sagði Benítez sem horfði á Liverpool tapa fyrir Everton á sunnudag.

,,Ég vil síður tala um það því ég finn til með stuðningsmönnunum. ég var að horfa á stuðningsmennina og ég varð mjög dapur eftir tapið um daginn. Við höfum orðatiltæki á spænsku, sem er: 'Hvítur vökvi í flösku hlýtur að vera mjólk'."

,,Hvað þýðir það? Það þýðir að eftir 86 stig og að enda í öðru sæti deildarinnar, hvað breyttist? Bandaríkjamennirnir, þeir kusu nýjan framkvæmdastjóra og allt breyttist. Svo hvað breyttist?"

,,Framkvæmdastjórinn er í öllum ákvörðununum, nýr lögmaður, nýr fjölmiðlafulltrúi, nýr stjóri, níu nýir leikmenn, nýtt læknalið, nýir þrekþjálfarar, þeir breyttu öllu."

,,Til að byrja með breyttu þeir um framkvæmdastjóra sem talaði við suma leikmenn, og þeir breyttu öllu sem við vorum að gera áður. Svo ef þú vilt spyrja aftur hvað er í gangi, þá er það einfalt, þeir breyttu einhverju og að lokum breyttu þeir öllu.Svo hvítur vökvi í flösku: Mjólk. Þið vitið hverjum á að kenna um."


Aðspurður frekar út í málið sagði Benítez bara: ,,Hvítur vökvi í flösku. Ef þið sjáið Nonna mjólkurmann í Wirral, hvar bjó ég, með þessa flösku, ég myndi segja, 'þetta er klárlega mjólk'."
banner
banner
banner