Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   fim 28. október 2010 08:30
Magnús Már Einarsson
Steinþór fagnaði með því að henda treyjunni upp í stúku
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Örgryte, fagnaði marki á nýstárlegan hátt þegar hann skoraði í lokaumferð sænsku fyrstu deildarinnar um síðustu helgi.

Steinþór fagnaði með því að fara úr treyjunni og henda henni upp í stúku til stuðningsmanna Örgryte. Hann var síðan í annarri treyju innan undir og gat því haldið leik áfram eins og ekkert hefði í skorist.

,,Ég ákvað þetta bara í seinni hálfleik. Vanalega fæ ég alltaf aðra treyju í hálfleiknum og fyrst að þetta var síðasti leikurinn þá ákvað ég að gera þetta," sagði Steinþór við Fótbolta.net en hann hefur lengi ætlað að fagna með þessum hætti.

,,Ég náði nú að fagna eins og ég ætlaði að gera fyrir þremur árum en þá gleymdi ég því þegar ég loks skoraði."

Steinþór fékk að líta gula spjaldið fyrir fagnið þar sem að bannað er að fagna mörkum með því að fara úr treyjunni.

,,Dómarinn sá við mér og því var mér launað gula kortið en hann spurði mig samt eftir á hvort að mér væri ekki kalt."

Hér að ofan má sjá myndband af fagninu.
banner
banner