Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
Jón Kristinn: Þessir Spánverjar eru gull
Fjórði dómarinn ósammála dómaranum - „Hann bara þorði ekki að dæma“
Ingó Sig: Minnti mig á Ronaldinho gegn Englandi 2002
Skoraði rosalegt mark beint úr aukaspyrnu - „Ég var heppinn“
Tók bikar í kveðjuleiknum - „Fullkominn endir“
„Ég held að ég verði ekki næsti aðstoðarþjálfari hjá Steina"
Donni: Fram er bara betra lið en FHL, á erfitt með að sjá að þær geri eitthvað á móti þeim
Snúin aftur eftir krossbandsslit og barnsburð „Er ótrúlega stolt af sjálfri mér í dag"
Guðni Eiríks: Það verða þó alltaf ellefu inn á ég get lofað þér því
Nik: Ég finn fyrir örlitlum vonbrigðum
Bridgette: Settum bara hausinn undir okkur og héldum áfram
Jóhannes Karl: Sögðum ekkert stórkostlegt í hálfleik,
Óli Kristjáns: Virkileg seigla í liðinu
Einar Guðna: Svona gerist í fótbolta
Segir tímabilið lélegt - „Hélt að við myndum ekki ná umspilssæti fyrir sex umferðum“
Upphitun fyrir úrslit Fótbolti.net bikarsins: Gunnar vs Gunnar
„Gefur okkur voða lítið að hafa unnið þá tvisvar í sumar“
Töpuðu úrslitaleiknum í fyrra: „Menn vilja ekki upplifa þá tilfinningu aftur“
Hemmi fyrir úrslitaleikinn: Hungrið yfirstígur aldurinn
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
   fim 28. október 2010 08:30
Magnús Már Einarsson
Steinþór fagnaði með því að henda treyjunni upp í stúku
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Örgryte, fagnaði marki á nýstárlegan hátt þegar hann skoraði í lokaumferð sænsku fyrstu deildarinnar um síðustu helgi.

Steinþór fagnaði með því að fara úr treyjunni og henda henni upp í stúku til stuðningsmanna Örgryte. Hann var síðan í annarri treyju innan undir og gat því haldið leik áfram eins og ekkert hefði í skorist.

,,Ég ákvað þetta bara í seinni hálfleik. Vanalega fæ ég alltaf aðra treyju í hálfleiknum og fyrst að þetta var síðasti leikurinn þá ákvað ég að gera þetta," sagði Steinþór við Fótbolta.net en hann hefur lengi ætlað að fagna með þessum hætti.

,,Ég náði nú að fagna eins og ég ætlaði að gera fyrir þremur árum en þá gleymdi ég því þegar ég loks skoraði."

Steinþór fékk að líta gula spjaldið fyrir fagnið þar sem að bannað er að fagna mörkum með því að fara úr treyjunni.

,,Dómarinn sá við mér og því var mér launað gula kortið en hann spurði mig samt eftir á hvort að mér væri ekki kalt."

Hér að ofan má sjá myndband af fagninu.
banner