Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
   mið 24. nóvember 2010 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Joe Tillen hættur hjá Fram
Joe Tillen í leik með Fram.
Joe Tillen í leik með Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Englendingurinn Joe Tillen er hættur hjá Fram eftir að upp úr samningaviðræðum hans við félagið slitnaði.

Hann staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í gærkvöld en nú mun hann hefja leit að öðru liði.

,,Mér var boðinn nýr samningur í síðustu viku sem ég var ekki tilbúinn að skrifa undir og frekari viðræður náðu ekki árangri," sagði Joe Tillen við Fótbolta.net.

,,Ég hef notið tímans hjá Fram og það hefur verið ánægjulegt að spila með frábærum hópi leikmanna. Ég hef hitt frábært fólk hjá félaginu og þó það sé leiðinlegt að samningar hafi ekki náðst hlakka ég til nýrrar áskorunnar," hélt hann áfram.

Hann er samningslaus frá Fram og leitar sér nú að nýju liði hér á landi til að ræða við.

Joe Tillen er 24 ára gamall bróðir Sam Tillen sem hefur einnig leikið með Fram undanfarin ár. Hann spilaði 63 leiki í deild og bikar með Fram á síðustu þremur tímabilum og skoraði í þeim tíu mörk.
banner
banner