Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   mið 01. desember 2010 16:16
Magnús Már Einarsson
Einar Örn leggur flautuna á hilluna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Örn Daníelsson, einn af reyndari dómurum landsins, hefur ákveðið að leggja flautuna á hilluna.

Einar Örn hefur verið lengi að en honum finnst núna vera kominn tími á að hætta í dómgæslunni.

,,Ég er búinn að vera í þessu í yfir tuttugu ár í deildunum og það er kominn tími á þetta," sagði Einar Örn við Fótbolta.net í dag.

,,Þetta er búið að vera ágætt en það er kominn tími á að hleypa yngri mönnum að."

Einar Örn hefur dæmt fyrir Víking R. en hann hefur verið A-dómari undanfarin ár.
banner
banner
banner
banner