Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 04. nóvember 2003 00:00
Hafliði Breiðfjörð
Loksins, meira af Fowler á djamminu.
Eins og við sögðum frá í fyrrakvöld mátti eiga von á mikilli fjölmiðlaumfjöllun í Englandi um Robbie Fowler í gær.  Ástæðuna mátti rekja til þess að ljósmyndarar náðu myndum af kappanum á djamminu nokkrum dögum fyrir leik síðustu helgar.  Það var svo enska dagblaðið NEWS OF THE WORLD sem birti grein um málið í gær en talið er að myndirnar hafi verið teknar með GSM síma. Fowler á nú yfir höfði sér sekt sem nemur tveggja vikna launum, 124 þúsund pund. (16 m. kr) Greinina má lesa hér að neðan:


Einkafrétt: Klukkan 01:00 eftir miðnætti nokkrum dögum fyrir leik... þetta er skammarleg gömul saga af enskum knattspyrnumanni úr efstu deild.

Robbie þénar 62 þúsund pund á viku.  Svona æfir hann!

Eftir Vanessa Altin

Hann dregur að sér handrúllaða sígareggu og heldur um tvær flöskur af Becks bjór, þetta er milljónamæringurinn og knattspyrnustjarnan Robbie Fowler á næturklúbbi.

Fljótlega eftir miðnætti á fimmtudag, innan við þremur dögum fyrir leik í ensku deildinni með Manchester City.

Framherjinn Fowler er giftur og á þrjár dætur , hann færði athyglina frá drykkjunni fljótlega yfir til þess að eiga í ástríðufullum samræðu við sæta ljósku.

Og þessi skelfilega frammistaða á vellinum, markið í gær var aðeins hans annað á tímabilinu, það virtist vera það síðasta sem hafði áhrif á huga hans.  Fowler sem er 28 ára fær 62 þúsund pund í hverri viku.  Þessi áfengisdrykkja hans mun valda þúsundum stuðningsmanna hans sem þéna aðeins þriðjung þess á ári ógleði.

Átta aðrir leikmenn City voru með þessari fyrrum stjörnu Englands, Fowler á Route næturklúbbnum í Colchester, Essex.

Einn af þeim sem voru á barnum sagði: ,,Robbie var í rugli.  Hann helti í sig Becks og tequila skot fylgdu í kjölfarið.  Robbie var svo fullur að þegar starfsfólkið setti salt á handarbak hans fyrir tequila þá saug hann það beint upp í nefið!"

Á milli þeirra kláruðu leikmennirnir yfir 200 drykki á tveggja tíma þjóri.

Kvöld þeirra í óhófinu fylgir í kjölfar fjölda atvika tengdum kynlífi, fíkniefnum og drykkju látum sem  nú skella skömm á fótboltann.

Vitni á Route sagði:  ,,Þeir skelltu í sig drykkjunum og gerðu mikið úr því, flögguðu peningunum sínum og döðruðu við stúlkurnar."

Meðal annarra á Route voru Steve McManaman, Danny Tiatto, Claudio Reyna, Trevor Sinclair og Jonathan Macken. En vitni sagði að McManaman hafi verið edrú og hafi haldið hinum  á mottunni.

Fastagestur á klúbbnum sagði: ,,Þú getur ekki vænst þess að vera toppíþróttamðaur þegar þú misbýður líkamanum eins og Fowler.  Hann eyðilagði hann.  Það var sorglegt að sjá.   Allir voru mjög upp með sér þegar við vissum að topp fótboltamenn væru í bænum.   En þegar til kom voru þeir ömurlegir."

Hreingerningarfólk á barnum týndi svo í lok kvöldsins upp 10 og 20 punda seðla sem lágu eins og drasl um gólfið.

City menn gistu á hóteli í grenndinni eftir að hafa spila í London á þriðjudag.  Kerrie eiginkona Fowler og stúlkurnar sem eru fjögurra, tveggja og eins árs voru heima fyrir norðan.

Fowler var seldur til Manchester City frá Leeds í janúar og Leeds greiðir enn hluta launa hans eða 500 þúsund pund á ári í þrjú ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner