banner
   sun 09. janúar 2011 15:35
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Dimitar Berbatov: Auðvitað var þetta víti
Berbatov fellur í upphafi leiks og fiskar vítaspyrnuna sem sigurmarkið kom úr.
Berbatov fellur í upphafi leiks og fiskar vítaspyrnuna sem sigurmarkið kom úr.
Mynd: Getty Images
Dimitar Berbatov fiskaði vítaspyrnuna sem tryggði Manchester United sigur á Liverpool í enska bikarnum í dag.

Berbatov féll þá eftir viðskipti við Daniel Agger varnarmann Liverpool og virtist falla við litla snertingu Danans.

Ryan Giggs tók svo vítaspyrnuna og skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Manchester United sem lék lengi manni fleiri því Steven Gerrard fyrirliði Liverpool fékk rautt spjald.

,,Auðvitað var þetta víti," sagði Berbatov við fjölmiðlamenn strax eftir leikinn.

,,Það var snerting, næg til þess að ég missti jafnvægið og ég missti jafnvægið."

,,Fólk sem þekkir mig veit að ég fell ekkert auðveldlega. Mér fannst markvörðurinn þeirra besti maðurinn en eitt mark dugði að lokum."

banner
banner