lau 22. janúar 2011 12:32
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Rafael Benítez: Kenny var mjög góð ráðning
Rafael Benítez er hann var hjá Liverpool.
Rafael Benítez er hann var hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Rafael Benítez fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool er ánægður með ráðningu félagsins á Kenny Dalglish í knattspyrnustjórastólinn. Benítez var látinn fara frá félaginu í sumar og tók svo við Inter Milan þar sem hann var einnig rekinn.

Liverpool réði Roy Hodgson í hans stað en ekkert gekk undir hans stjórn svo hann var látinn fara fyrr á árinu og Dalglis tók við liðinu og stýrir því út tímabilið.

,,Þetta verður miklu betra með Kenny því hann þekkir félagið og hvað stuðningsmennirnir vilja," sagði Benítez á BBC 5 Live.

,,Hann getur talað við leikmennina og þeir munu finna og skilja hvað það er að vera leikmaður Liverpool."

,,Ég tel að Kenny hafi verði mjög góð ráðning og vonandi verður hann farsæll."


Benítez hefur verið gagnrýndur af sumum fyrir gæði leikmannahópsins sem hann skildi eftir sig en hann varði kaupstefnu sína hjá félaginu. Undir hans stjórn vann liði Meistaradeildina 2005, FA bikarinn 2006, komst í úrslit Meistaradeildar 2007 og endaði í öðru sæti úrvalsdeildarinnar tímabilið 2008-2009.

,,Við vitum að við gerðum einhver mistök," sagði Benítez. ,,Við erum ekki sáttir með sum af kaupunum. En við erum virkilega ánægðir með meirihluta liðsins, sérstaklega ef þú skoðar liðið núna."

,,Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Aurelio, Lucas, Torres, Maxi og Kuyt. Þetta er hörkulið. Liðið er gott, verðmæti hópsins er virkilega gott og við vorum að gera mistök, en líka að kaupa frábæra leikmenn."

,,Við keyptum Alonso, Luis Garcia, Javier Mascherano og Yossi Benayoun og við urðum að selja ef við vildum kaupa nýja leikmenn."

banner
banner
banner
banner