Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mið 12. nóvember 2003 00:00
Hafliði Breiðfjörð
Íslenskur slúðurpakki, ...loksins.
Það eru ótrúlegustu sögur sem þessir tveir kumpánar luma á og eru fljótir að hvísla í eyrun á okkur hér á Fótbolti.net
Það eru ótrúlegustu sögur sem þessir tveir kumpánar luma á og eru fljótir að hvísla í eyrun á okkur hér á Fótbolti.net
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Það er margt slúðrað útí bæ um leikmannamál íslensku liðanna sem leika í Landsbankadeild karla á næsta ári. Við höfum tekið saman það helsta og birtum það hér að neðan en ítrekum að þetta er allt enn á sögusagna stigi. Þetta er meira til gamans gert og við vonum að menn geri sér grein fyrir að taka ekki fullt mark á neinu þarna þó ekki sé ólíklegt að nokkrar sögur rætist. Við munum halda áfram að hlusta þær sögur sem við heyrum og birtum slíkan slúðurpakka öðru hvoru í vetur. Ef þú lumar á góðri sögu máttu endilega senda okkur línu á [email protected]

FH:
Sigmundur Kristjánson er kominn heim og hefur lýst því yfir að hann vilji spila með liði sem spilar í Evrópukeppni á næsta tímabili. Þeirra á meðal er FH sem er sagt hafa verið í viðræðum við kappann. Talið er að FH ætli að styrkja sig fyrir næsta sumar og þá með leikmanni eða leikmönnum sem kallast ,,stór nöfn".

Fram:
Tveir Færeyjingar munu vera á leið til Fram og munu samningar vera langt á veg komnir. Þá hefur því heyrst fleygt að þrátt fyrir að hafa ráðið tvo þjálfara gætu fleiri ráðningar á þjálfurum verið í sigtinu.

Fylkir:
Þorvaldur Makan Sigurbjörnsson hefur verið við æfingar hjá Fylki að undanförnu og er talið líklegt að hann skrifi undir samning hjá félaginu. Birkir Kristinsson landsliðsmarkvörður hefur verið orðaður við félagið sem hugsanlegur arftaki Kjartans Sturlusonar í markinu. Þá hafa þær sögur gengið að Gunnar Pétursson og Þórhallur Dan séu á förum frá félaginu. Sigmundur Kristjánsson hefur einnig verið orðaður við félagið eins og Ellert Jón Björnsson sem lék með Val í sumar.

ÍA:
Ekki er talið líklegt að Grétar Rafn Steinsson muni leika með ÍA á næsta tímabili en hugur hans leitar erlendis á sama tíma og stórlið KR vill fá hann til sín. Ellert Jón Björnsson gæti verið á leið heim og leikið með sínum gömlu félögum auk þess sem Sigmundur Kristjánsson hefur verið orðaður við ÍA eins og fleiri.

ÍBV:
Talið er nánast öruggt að Birkir Kristinsson leiki ekki með ÍBV á næsta tímabili þar sem hann vill spila á Íslandi næsta sumar. Þá er félagið að byrjað að leita fyrir sér að leikmönnum hjá Crewe Alexandra eins og í fyrra. Sigurvin Ólafsson fyrrum leikmaður liðsins sem nú er hjá KR hefur verið orðaður við heimkomu.

KA:
KA menn hafa byrjað á leikmannamarkaðnum og þá aðallega leitað innanbæjar. Ekki heyrast margar sögur af leikmannamálum þeirra.

KR:
Veigar Páll Gunnarsson er sagður vera á leið til Stabæk á reynslu og fái hann gott tilboð verður hann ekki hjá KR á næsta tímabili. Félagið hefur reynt mikið að lokka til sín leikmenn en lítið gengið og margir sagt hreint út NEI. Sigurvin Ólafssson hefur verið ÍBV auk þess sem talið er að Sigursteinn Gíslason og Einar Þór Daníelsson hafi leikið sinn síðasta leik fyrir KR og jafnvel í boltanum yfir höfuð. Sigurður Ragnar Eyjólfsson er sagður hafa verið í viðræðum við Val. KR mun ætla sér að ná til sín Grétari Rafni Steinssyni frá ÍA auk þess sem líklegt er talið að Bjarni Þorsteinsson snúi heim úr atvinnumennskunni í KR. En það eru fleiri atvinnumenn erlendis sem eru orðaðir við stórveldið sem gárungarnir eiga það til að kalla Kaupfélag Reykjavíkur en þar eru meðal annars Jóhann Birnir og Tryggvi Guðmundsson.

Grindavík:
Ekki hefur heyrst mikið af nöfnum í tengslum við Grindavík en gárungarnir hafa þó talað um að leikmenn á borð við Stan Collymore og Paul Gascoigne séu að fara að pússa skóna sína upp á nýtt.

Keflavík:
Þrátt fyrir að taka þátt í skemmtilegu gríni er Milan Jankovic ekki á förum frá Keflavík. Ekkert hefur heyrst af leikmannamálum þeirra og jafnvel líklegt að reynt verði að halda sama mannskap og rúllaði yfir 1. deildina í fyrra að því undanskildu að landsliðsmarkvörðurinn Ómar Jóhannsson er farinn.

Víkingur:
Sigmundur Kristjánsson hefur sagt nei við tilboði Víkinga um að leika með félaginu næsta sumar eins og Ágúst Gylfason og Gunnlaugur Jónsson. Það mun þó vera alveg ljóst að liðið ætlar að styrkja sig og gera miklu meira en að halda sér uppi í deildinni. Sögusagnir hafa verið uppi um að Helgi Sigurðsson sé á heimleið og leiki með Víkingum næsta sumar og einnig hefur heyrst að Víkingar séu farnir að leita erlendis eftir leikmönnum og leiti jafnvel á nýjar slóðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner