fös 11. febrúar 2011 06:00
Magnús Már Einarsson
Heimild: Heimasíða Keflavíkur 
Tveir ungir Keflvíkingar æfa með WBA
Arnór Ingvi og Ásgrímur.
Arnór Ingvi og Ásgrímur.
Mynd: Heimasíða Keflavíkur
Arnór Ingvi Traustason og Ásgrímur Rúnarsson, leikmenn Keflavíkur, fóru á mánudag til West Bromwich Albion á reynslu en þeir verða hjá félaginu í eina viku.

Með þeim í för er Zoran Daníel Ljubicic, yfirþjálfari yngri flokka Keflavíkur.

Arnór Ingvi og Ásgrímur munu æfa með unglingaliðinu og er æft einu sinni á dag. Zoran mun fylgjast með æfingum liðsins og kynna sér gang mála hjá félaginu.

Leikmennirnir eru báðir fæddir 1993 en Arnór Ingvi lék þrjá leiki með Keflavík í Pepsi-deildinni í fyrra og skoraði eitt mark.

,,Með heimsókn þremenninganna til West Bromwich heldur samstarf félagins við Keflavík áfram en síðasta sumar komu tveir ungir leikmenn enska liðsins til Keflavíkur þó dvöl þeirra yrði styttri en gert var ráð fyrir," segir á heimasíðu Keflavíkur.
banner
banner
banner