Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   fös 15. apríl 2011 22:03
Magnús Már Einarsson
Ragnar Bragi til Kaiserslautern á reynslu
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ragnar Bragi Sveinsson, leikmaður Fylkis, mun næstkomandi mánudag fara til þýska félagsins Kaiserslautern á reynslu.

Ragnar Bragi, sem er 16 ára, lék sinn fyrsta leik með Fylki í Pepsi-deildinni í fyrra og varð um leið yngsti leikmaður félagsins frá upphafi.

Hann mun vera hjá Kaiserslautern í fimm daga en faðir hans verður með í för.

Ragnar mun bæði æfa með aðalliði Kaiserslautern og U19 ára liði félagsins.

Þessi ungi miðjumaður er í U17 ára landsliði Íslands en forráðamenn Kaiserslautern sáu hann spila þar síðastliðið haust og hrifust af frammistöðu hans.
banner
banner
banner