Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 03. maí 2011 22:40
Hörður Snævar Jónsson
Umfjöllun: Titilvörn Blika hófst með tapi gegn KR
Kristinn Steindórsson og Óskar Örn berjast um boltann.
Kristinn Steindórsson og Óskar Örn berjast um boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingvar Kale tekur boltann fyrir utan teig eins og sést á myndinni.
Ingvar Kale tekur boltann fyrir utan teig eins og sést á myndinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 2 - 3 KR:
0-1 Kjartan Henry Finnbogason (víti ´6)
1-1 Kristinn Steindórsson (víti ´15)
1-2 Kjartan Henry Finnbogason (´36)
1-3 Finnur Orri Margeirsson (´57) (Sjálfsmark)
2-3 Guðmundur Kristjánsson (´91)
Rautt spjald: Ingvar Kale (Breiðablik) (19)

Íslandsmeistarar Breiðabliks hófu titilvörn sína gegn KR á Kópavogsvelli í kvöld og það voru KR-ingar sem fóru með sigur af hólmi.

Fyrri hálfleikur leiksins var afar fjörlegur. Kjartan Henry Finnbogason og Kristin Steindórsson skoruðu úr vítaspyrnum á fyrsta korteri leiksins en báðar spyrnurnar áttu rétt á sér.

Skömmu eftir mark Kristins fékk Ingvar Þór Kale að líta rauða spjaldið. Óskar Örn Hauksson var í kapphlaupi við Ingvar sem tók boltann með höndum fyrir utan teig og Magnús Þórisson dómari rak Ingvar réttilega í sturtu.

KR-ingar hefðu sömuleiðis átt að fá rautt spjald í leiknum en Magnús Már Lúðvíksson var stálheppinn að fá ekki sitt annað gula spjald og þar með rautt. Rúnar Kristinsson þjálfari KR var skynsamur í hálfleik að taka Magnús af velli en hann hefði lítið mátt gera til þess að vera sendur í bað.

Kjartan Henry skoraði aftur fyrir KR-inga með laglegu skoti í fyrri hálfleik. Finnur Orri Margeirsson leikmaður Breiðabliks sendi boltann svo í eigið net í síðari hálfleiknum.

Guðmundur Kristjánsson náði að laga stöðuna fyrir Blika í uppbótartíma en nær komust þeir ekki.

KR-ingar náðu ekki að nýta sér það nægilega vel að vera manni fleirri og hefur liðið oft sýnt betri dag. Guðjón Baldvinsson var afar bitlaus í framlínu liðsins þrátt fyrir að fiska vítaspyrnuna. Þá komst Baldur Sigurðsson aldrei í takt við leikinn en hann lék fyrir aftan Guðjón.

Arnar Már Björgvinsson og Kristinn Steindórsson áttu góðan dag hjá Breðablik sem og Jökull Elísabetarsson. Hjá KR fór Kjartan Henry fyrir liðinu og þá átti Skúli Jón Friðgeirsson afbragðs dag í vörn liðsins en hann lék í miðverðinum.

Blikar hefja því titilvörn sína á tapi en liðið hélt í við KR liðið þrátt fyrir að vera manni færri stærstan hluta leiksins. KR-ingar byrja mótið hinsvegar á þremur stigum en byrjunin á Íslandsmótinu hefur orðið KR að falli síðustu ár.

Breiðablik (4-3-3) Ingvar Kale (M), Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Kári Ársælsson (F), Elfar Freyr Helgason, Kristinn Jónsson (Andri Yeoman, 82), Finnur Orri Margeirsson, Jökull Elísabetarsson, Guðmundur Kristjánsson, Haukur Baldvinsson (Sigmar Ingi Sigurðsson (M), 19), Kristinn Steindórsson, Arnar Már Björgvinsson (Tómas Óli Garðarsson, 63).
Varamenn: Viktor Unnar Illugason, Rafn Andri Haraldsson, Olgeir Sigurgeirsson, Marko Pavlov.

KR (4-3-3) Hannes Þór Halldórsson, Magnús Már Lúðvíksson (Dofri Snorrason, 46), Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Skúli Jón Friðgeirsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Bjarni Guðjónsson, Viktor Bjarki Arnarsson, Baldur Sigurðsson, Kjartan Henry Finnbogason (Ingólfur Sigurðsson, 82), Guðjón Baldvinsson (Gunnar Örn Jónsson, 79), Óskar Örn Hauksson,
Varamenn: Ásgeir Örn Ólafsson, Hróar Sigurðsson, Aron Bjarki Jósepsson, Atli Jónasson (M).

Aðstæður: Völlurinn í fínu standi og veðrið gott
Dómari: Magnús Þórisson, ágætur.
Maður leiksins: Kjartan Henry Finnbogason.


93. mín: Leik lokið með sigri KR. Umfjöllun og viðtöl koma síðar í kvöld.

91. mín. MARK! Guðmundur Kristjánsson að minka muninn fyrir Blika. Tómas Óli lagði boltann á Guðmund sem setti boltann yfir Hannes í marki KR.

88. mín. Gunnar Örn Jónsson sem er nýlega kominn inná átti hér flott skot að marki Blika en Sigmar Ingi varði vel í markinu.

82. mín: Bæði lið gera skiptingu, Kristinn Jónsson kemur útaf og Andri Yeoman inn. Hjá KR fór Kjartan Henry útaf og inn kom Ingólfur Sigurðsson.

79. mín: Gunnar Örn Jónsson kemur inná hjá KR fyrir Guðjón Baldvinsson sem hefur átt betri leik en í kvöld.

78. mín: Baldur Sigurðsson með gott skot að marki Blika en Sigmar Ingi varð vel.

77. mín. Kjartan Henry ekki langt frá því að skora sitt þriðja mark. Hann fékk boltann á vinstri kanti og lét vaða að marki en boltinn hafnaði í stönginni.

76. mín: Leikurinn er í rólegri kantinum þessa stundina, sóknarleikur Blika í seinn hálfleik hefur verið sáralítll.

63. mín: Arnar Már Björgvinsson fer af velli í sínum fyrsta leik fyrir Blika og inn kom Tómas Óli Garðarsson. Arnar átti ágætis leik og átti fína spretti í fyrri hálfleik.

61. mín. 2269 eru mættir í Kópavoginn í kvöld. Ágætlega mætt.

57. mín. MARK! Finnur Orri Margeirsson varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. KR-ingar fengu hornspyrnu sem leit út fyrir að vera markspyrna. Bjarni Guðjónsson tók hornspyrnuna á nærstöng þar sem Finnur ætlaði að hreinsa frá en hitti boltann hræðilega og setti boltann í eigið net.

51. mín: Baldur Sigurðsson með skot rétt framhjá eftir fyrirgjöf. Síðari hálfleikur byrjar þó rólega.

46. mín. Magnús Már Lúðvíksson er tekinn af velli í hálfleik, Rúnar skynnsamur þarna enda hefði þurft lítið til að hann hefði fengið sitt seinna gula spjald. Inn kemur Dofri Snorrason.

Twitter - Magnús Sigurjbörnsson:
Maggi átti að sjá rautt í fyrri en Maggi dómari var ekki á því. Maggi segir það. #fótbolti #maggi

45. mín: Fyrri hálfleikur er búinn hérna í Kópvaogi. Staðan er 1-2 fyrir gestina sem eru stálheppnir að vera 11 en Blikar eru 10 eftir að Ingvar Kale fékk rauða spjaldið.

Twitter - Arnþór Ingi Kristinsson.
Alveg hætt ad heyrast i studningsmonnum blika, heyrist bara þegar vel gengur #lelegt #Tuðblikar #fotbolti

36. mín. MARK! Kjartan Henry með sitt annað mark í leiknum. Viktor Bjarki lagði boltann á Kjartan sem hamraði honum laglega í vinstra hornið með vinstri fæti. Vel spilað hjá KR-ingum.

35. mín: Blikar hafa náð að halda í við KR-inga manni færri og ef eitthvað er verið sterkari aðili leiksins.

31. mín: Magnús Már Lúðvísson stálheppinn að vera ekki fokinn af velli, var á gulu spjaldi og hefði auðveldlega getað fengið seinna gula núna.

Twitter - Egill Gillz Einarsson:
Dómararnir greinilega à lausu og eru graðir! Vilja vera í sviðsljósinu!

Twitter - Gísli Torfi.
Simmi a.k.a. Blönduóströllið komið í Boxið hjá Blikunum.. Koma svoooo

24. mín. Guðmundur Kristjánsson í dauðafæri, Arnar Már skallaði boltann fyrir hann en boltinn skoppaði illa fyrir Guðmund sem skaut framhjá.

22. mín: Haukur Baldvinsson er tekinn af velli og inn kemur Sigmar Ingi Sigurðarson.

19. mín: Ingvar Kale er rekinn af velli, Óskar Örn Hauksson var að sleppa í gegn og Ingvar tók boltann með höndum fyrir utan teig. Hárréttur dómur hjá Magnúsi Þórissyni dómara leiksins.

15. mín: Mark! Kristinn Steindórsson skorar úr vítaspyrnu, hann sendi Hannes í vitlaust horn. Staðan jöfn í Kópavoginum.

14: mín. Blikar fá vítaspyrnu, Kjartan Henry braut á Arnari Már í teignum og Magnús Þórisson dæmdi vítaspyrnu.

10. mín. Arnar Már með gott skot að marki KR eftir góðan undirbúning frá Kristni Steindórssyni en Hannes Halldórsson varði.

9. mín: Álitleg sókn hjá Blikum, Kristinn Steindórsson sendi upp í horn á Arnar Már sem gaf fyrir markið en KR-ingar náðu að koma boltanum í horn sem Blikar gerðu sér ekki mat úr.

6. mín. MARK! Kjartan Henry Finnbogason skorar úr spyrnunni í vinstra hornið en Ingvar Kale var nálægt því að verja spyrnuna.

6. mín: Vítaspyrna, Elfar Freyr braut á Guðjóni Baldvinssyni.

5. mín. Baldur Sigurðsson með góðan skalla að marki Blika eftir hornspyrnu en Ingvar Kale varði.

Twitter - Hreinn Gústavsson
Jolli Sverris mættur í varastúkuna í Kópavogi

1. mín:Ingvar Kale markvörður Breiðabliks er í rándýrum bleikum búning.

1. mín: Leikurinn er hafinn

19:10: Liðin eru kominn inn á völlinn og það er þéttsetið á Kópavogsvellinum, fólk er farið færa sig yfir í gömlu stúkuna.

19:09: Við minnum ykkur kæru lesendur á að ef þið eruð á Twitter að nota taggið #fótbolti og hver veit nema að við birtum færslur ykkar hér í textalýsingunni.

Twitter - Atli Sigurðsson:
Hroki í Rúnari að byrja ek með sitt sterkasta lið á móti Ísl-meisturunum. Litla barnið á alltaf að fá að leika sér á vinstri kannt

19:00: Leikmenn eru farnir að koma sér til búningsherbergja og því styttist í þennan stórleik.

18:56: Kópavogsvöllur virkar í fínu standi miðað við árstíma og ekki yfir neinu að kvarta hér. Kópavogsdjúsinn er líka í besta standi en það er djús sem allir lesendur verða að prófa að minnsta kosti einu sinni.

Twitter - Arnar Páll:
Breiðablik - KR núna hefst mótid, fer jafnvel i Diogo treyjunni a völlinn i tilefni dagsins

Twitter - Egill Gillz Einarsson.
KRingar verða lókaðir á eftir af meisturunum!

18:46: Íslandsmeistararnir hefja titilvörn sína hérna í Kópavoginum gegn KR. Kr-ingum er spáð góðu gengi í sumar en það eru ekki margir sem telja að Blikar muni ekki verja titilinn sinn.

18:45: Byrjunarliðin eru kominn hérna í Kópavoginum en netið hefur verið úti og þess vegna byrjum við svona seint.

Breiðablik (4-3-3) Ingvar Kale (M), Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Kári Ársælsson (F), Elfar Freyr Helgason, Kristinn Jónsson, Finnur Orri Margeirsson, Jökull Elísabetarsson, Guðmundur Kristjánsson, Haukur Baldvinsson, Kristinn Steindórsson, Arnar Már Björgvinsson.
Varamenn: Viktor Unnar Illugason, Rafn Andri Haraldsson, Olgeir Sigurgeirsson, Marko Pavlol, Sigmar Ingi Sigurðsson (M), Tómas Óli Garðarsson, Andri Yeoman.

KR (4-3-3) Hannes Þór Halldórsson, Magnús Már Lúðvíksson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Skúli Jón Friðgeirsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Bjarni Guðjónsson, Viktor Bjarki Arnarsson, Baldur Sigurðsson, Kjartan Henry Finnbogason, Guðjón Baldvinsson, Óskar Örn Hauksson,
Varamenn: Ásgeir Örn Ólafsson, Gunnar Örn Jónsson, Dofri Snorrason, Hróar Sigurðsson, Aron Bjarki Jósepsson, Ingólfur Sigurðsson, Atli Jónasson (M).

banner
banner
banner