Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mán 27. júní 2011 12:00
Magnús Már Einarsson
Fylkir samþykkir tilboð frá Kaiserslautern í Ragnar Braga
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir hefur samþykkt tilboð frá Kaiserslautern í Ragnar Braga Sveinsson en þetta staðfesti Ólafur Garðarsson umboðsmaður leikmannsins í samtali við Fótbolta.net í dag.

Ragnar Bragi, sem er 16 ára, fór til Kaiserslautern á reynslu á dögunum og þar heillaði hann forráðamenn félagsins. Hann mun fara til Þýskalands í næstu viku þar sem stefnt er á að ganga frá samningum.

,,Ég er gríðarlega spenntur. Þetta er frábært tækifæri," sagði Ragnar við Fótbolta.net í dag en honum líst vel á þýska félagið.

,,Liðið endaði í sjöunda sæti í Bundesligunni á síðasta tímabili. Æfingaaðstaðan þarna er frábær og það er allt til alls hjá þessu félagi."

,,Ég byrja í U19 ára liðinu þeirra og ef maður stendur sig vel þá hækkar maður sig um tign."

Ragnar Bragi lék sinn fyrsta leik með Fylki í Pepsi-deildinni í fyrra og varð um leið yngsti leikmaður félagsins frá upphafi.

Þessi ungi miðjumaður er í U17 ára landsliði Íslands en forráðamenn Kaiserslautern sáu hann spila þar síðastliðið haust og hrifust af frammistöðu hans.
banner
banner
banner
banner