Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 07. júlí 2011 11:08
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Caughtoffside 
Robbie Fowler til liðs í Tælandi (Staðfest)
Robbie Fowler er mættur til Tælands.
Robbie Fowler er mættur til Tælands.
Mynd: Getty Images
Hinn eini sanni Robbie Fowler hefur hafnað þjálfaratilboðum á Englandi og ákveðið að ganga til liðs við Muang Thong United í Tælandi. Þessi 36 ára sóknarmaður skoraði á sínum tíma 183 mörk fyrir Liverpool og lék 26 landsleiki fyrir England.

Fowler mun ganga frá félagaskiptunum á morgun en þá mætir hann til Tælands og fer í læknisskoðun. Þessar fréttir koma á óvart en hann tilkynnti fyrir nokkrum vikum að hann væri hættur í ástralska boltanum af fjölskylduástæðum.

Hann sagðist ætla að flytja til Englands og halda áfram að vinna í þjálfaramenntun sinni. Hann fékk fjölda starfstilboða frá Englandi, þar á meðal frá Bury og þá vildi Dietmar Hamann, nýr stjóri Stockport, fá hann sem aðstoðarmann.

„Það er frábært fyrir tælenskan fótbolta að fá frægt nafn eins og Robbie Fowler í deildina. Það er þegar búið að skrifa undir samninga en á eftir að ganga frá smáatriðum," segir þjálfari Muang Thong United.
banner
banner
banner