Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   fim 07. júlí 2011 19:35
Magnús Már Einarsson
Aron Einar Gunnarsson til Cardiff
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður Coventry, mun að öllum líkindum ganga til liðs við Cardiff á morgun. Hann mun þá fara í læknisskoðun hjá félaginu í fyrramálið og ef ekkert óvænt kemur upp á mun hann skrifa undir þriggja ára samning.

Samningur Arons við Coventry rann út á dögunum og hann hefur ákveðið að leita á önnur mið.

,,Ég hitti Malky Mackay (stjóra Cardiff) í kvöld og síðan er læknisskoðun á morgun," sagði Aron við Fótbolta.net í kvöld.

Aron hefur verið í sumarfríi í Dubai undanfarnar tvær vikur en hann var nýkominn aftur til Bretlands þegar Fótbolti.net náði tali af honum.

,,Ég komst að þeirri niðurstöðu eftir góða umhugsun á sundlaugarbakkanum að þetta væri besti kosturinn fótboltalega séð. Ég held að ég eigi eftir að bæta mig sem leikmaður og öðlast mikla reynslu þarna," sagði Aron.

Cardiff er frá Wales en liðið hefur verið í toppbaráttunni í ensku Championship deildinni undanfarin ár. Í vor tapaði liðið gegn Reading í undanúrslitum í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni.
banner
banner
banner
banner
banner