Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   sun 14. desember 2003 00:00
Hafliði Breiðfjörð
Beckham mætir óvini sínum númer eitt í dag.
Tæklingin ljóta.
Tæklingin ljóta.
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Það verður stórleikur í spænska boltanum í dag þegar Deportivo La Coruna mætir Real Madrid en liðin eru í 1. og 3. sæti deildarinnar, Real leiðir með þremur stigum meira en Depor sem þarf að vinna með tveggja marka mun til að komast uppfyrir Real á töflunni. En það er mikið meira sem má búast við í leiknum í dag en þar mætast aftur David Beckham fyrirliði enska landsliðsins og leikmaður Real annarsvegar og Argentínumaðurinn Aldo Duscher sem leikur á miðjunni hjá Deportivo hinsvegar. Þeim tveimur er ekki til vina síðan sá síðarnefndi fótbraut Beckham í hittifyrra.

Það atvik átti sér stað í leik Deportivo og Manchester United, sem Beckham lék með á þeim tíma, í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dusher fór í ljóta tæklingu á Beckham sem fótbrotnaði við atvikið á vinstri fæti. Það var framristarbein sem brotnaði en í kjölfar atviksins fengu Bretar miklar útskýringar á því hvað framristarbein væri og ýmsar læknisfræðilegar skýringar enda vildu menn vita hvað hafi komið fyrir óskabarn þjóðarinnar.

Þetta brot varð næstum til þess að Beckham missti af HM í Kóreu og Japan sumarið 2002 en þó náði Beckham að leika með á mótinu, langt frá sínu besta.

Javier Irureta bað stuðningsmenn Real Madrid vægðar í spænskum fjölmiðlum í morgun og bað þá að gefa Dusher séns. ,,Við erum að spila við Madrid en ekki Manchester og ég er viss um að stuðningsmenn Real muni sýna íþróttaanda."

,,Þetta verður í fyrsta sinn sem þeir mæta hvor öðrum á Spáni síðan þetta atvik varð en þetta hlaut að gerast fyrr eða síðar."

Ekkert hefði orðið af einvígi Dusher og Beckham ef Maro Silva hefði ekki verið í leikbanni í leiknum en Dusher hefur vermt varamannabekk Depor þetta tímabilið en mun leysa stöðu Silva í þessum leik.

Dusher sagði í vikunni að hann vilji gleyma atvikinu en eftir atvikið sagði enska pressan hann óvin landsins númer eitt og hann þurfti að lifa við enska blaðamenn sem tjölduðu fyrir utan heimili hans.

,,Þessi spurning er gömul og frágengin og ég hugsa bara um að vinna leikinn núna. Þetta er mjög spennandi verkefni og frábært leikur til að spila, leikur sem allir vildu spila. Bæði lið eru nærri toppnum og ef við vinnum Madrid þá gætum við komist yfir þá." sagði Dusher
Athugasemdir
banner
banner