Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 18. júlí 2011 22:43
Alexander Freyr Tamimi
Steven Lennon: Þeir þurftu einhvern sem getur nýtt færin
Framarar gátu loksins fagnað í kvöld. Hér fagnar Lennon marki sínu.
Framarar gátu loksins fagnað í kvöld. Hér fagnar Lennon marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steven Lennon var hetja Framara þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Víkingum í kvöld í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Mark Lennon dugði til að Framarar ynnu sinn fyrsta sigur í deildinni og var hann ánægður með byrjunina hér á Íslandi.

„Þetta var mjög góð byrjun. Þetta er það sem maður vill sem framherji, maður vill skora snemma og ég er ánægður með að hafa tekist þetta. Þetta voru nauðsynleg þrjú stig fyrir Fram og vonandi getum við endurtekið leikinn í næstu viku og ég skorað fleiri mörk,“ sagði Lennon við Fótbolta.net.

Sjálfur segist Lennon kunna vel við lífið á Íslandi hingað til og segir hann að Alan Lowing, fyrrum liðsfélagi hans hjá Rangers, hafi hjálpað honum að aðlagast landinu.

„Lífið er gott hérna, ég þekki Alan Lowing frá því að við vorum saman hjá Rangers og hann hefur hjálpað mér að aðlagast. Strákarnir hafa líka boðið mig velkominn svo að ég er ánægður hérna,“ bætti hann við.

Lennon viðurkennir að mikil barátta sé fram undan ef Framarar ætla að halda sæti sínu í deildinni og segist hann vonast til að geta hjálpað þeim með því að skora fleiri mörk.

„Það er mikil barátta framundan. Ég held að þetta hafi verið það sem fram þurfti, einhvern sem gæti nýtt færin sem þeir eru að skapa, og vonandi get ég gert það fyrir félagið. Það er mikilvægt að ná þremur stigum í næstu og þarnæstu viku og komast ofar í deildinni,“ bætti hann við.

Viðtalið við Lennon má sjá í heild sinni í myndbandinu hér að ofan.
banner
banner
banner
banner