Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
   mán 18. júlí 2011 22:43
Alexander Freyr Tamimi
Steven Lennon: Þeir þurftu einhvern sem getur nýtt færin
Framarar gátu loksins fagnað í kvöld. Hér fagnar Lennon marki sínu.
Framarar gátu loksins fagnað í kvöld. Hér fagnar Lennon marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steven Lennon var hetja Framara þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Víkingum í kvöld í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Mark Lennon dugði til að Framarar ynnu sinn fyrsta sigur í deildinni og var hann ánægður með byrjunina hér á Íslandi.

„Þetta var mjög góð byrjun. Þetta er það sem maður vill sem framherji, maður vill skora snemma og ég er ánægður með að hafa tekist þetta. Þetta voru nauðsynleg þrjú stig fyrir Fram og vonandi getum við endurtekið leikinn í næstu viku og ég skorað fleiri mörk,“ sagði Lennon við Fótbolta.net.

Sjálfur segist Lennon kunna vel við lífið á Íslandi hingað til og segir hann að Alan Lowing, fyrrum liðsfélagi hans hjá Rangers, hafi hjálpað honum að aðlagast landinu.

„Lífið er gott hérna, ég þekki Alan Lowing frá því að við vorum saman hjá Rangers og hann hefur hjálpað mér að aðlagast. Strákarnir hafa líka boðið mig velkominn svo að ég er ánægður hérna,“ bætti hann við.

Lennon viðurkennir að mikil barátta sé fram undan ef Framarar ætla að halda sæti sínu í deildinni og segist hann vonast til að geta hjálpað þeim með því að skora fleiri mörk.

„Það er mikil barátta framundan. Ég held að þetta hafi verið það sem fram þurfti, einhvern sem gæti nýtt færin sem þeir eru að skapa, og vonandi get ég gert það fyrir félagið. Það er mikilvægt að ná þremur stigum í næstu og þarnæstu viku og komast ofar í deildinni,“ bætti hann við.

Viðtalið við Lennon má sjá í heild sinni í myndbandinu hér að ofan.
banner
banner