Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 29. júlí 2011 13:52
Hafliði Breiðfjörð
Grindavík fær Derek Young frá Aberdeen (Staðfest)
Derek Yong í leik gegn Celtic í janúar.
Derek Yong í leik gegn Celtic í janúar.
Mynd: Getty Images
Grindavík heldur áfram að bæta við sig liðsstyrk fyrir lokabaráttuna í Pepsi-deildinni en nú var Derek Young að fá félagaskipti til þeirra frá Aberdeen.

Derek Young er 31 árs gamall miðjumaður sem varð félagslaus frá Aberdeen í apríl þegar Craig Brown knattspyrnustjóri liðsins tilkynnti honum að samningur hans yrði ekki endurnýjaður fyrir komandi leiktíð.

Hann hóf feril sinn hjá Aberdeen en lék síðar með Dunfermline, St. Johnstone og Partick Thistle í Skotlandi áður en hann sneri aftur til Aberdeen í júlí árið 2007.

Hann lék 95 leiki með Aberdeen frá 2007-2011 og skoraði í þeim 6 mörk en hefur í heildina leikið 300 leiki og skorað í þeim 33 mörk.

Hann er annar leikmaðurinn sem Grindavík fær í dag því áður hafði Haukur Ingi Guðnason komið frá Keflavík.

Grindavík er í botnbaráttu Pepsi-deildarinnar, í þriðja neðsta sæti með 11 stig úr 12 leikjum.
banner
banner
banner