Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   sun 07. ágúst 2011 22:54
Björn Steinar Brynjólfsson
Óli Kristjáns: Hann sá ekkert með öðru auganu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég get ekki verið sáttur, og ég held að Óli Grindavíkurþjálfari sé ekki heldur alsáttur," sagði Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir 1-1 jafntefli í Grindavík í kvöld.

,,Mér fannst við hafa ákveðna yfirburði í fyrri hálfleik sem við nýttum ekki til að skora nema eitt mark."

,,Grindavík komu grimmari en þeir voru í fyrri hálfleik út í seinni hálfleikinn og það tók okkur tíma að ná því. Við sköpuðum samt fleiri færi í seini hálfleiknum en í þeim fyrri. Bæði frábærar markvörslur hjá Óskari og smá flumbrugangur í okkur sem gerði það að verkum að við skoruðum ekki."


Tómas Óli Garðarsson byrjaði hjá Breiðablik en fór útaf eftir hálftíma. Var hann meiddur?

,,Já, hann sá ekkert með öðru auganu og svimaði og bað um skiptingu. Það er ástæðulaust að láta hann spila ef hann sér ekki nema með öðru," sagði Ólafur en Rafn Andri Haraldsson kom inn í stað Tómasar en var svo tekinn aftur útaf.

,,Við bara vildum gera breytingu og til að geta sett mann inná þurfum við að taka mann útaf og Rafn var þarna nálægt og það var langt liðið á leikinn og ég kippi honum út. Rafn var ekkert búinn að spila illa, hann var bara hendi næst og var orðinn þreyttur."

En getur Ólafur tekið eitthvað jákvætt út úr þessum botnslag?

,,Þetta var fullyrðing hjá þér en við lítum að sjálfsögðu niður á við. Við verðum að passa okkur á að sogast ekki alveg niður í þetta. Ég get tekið það jákvætt út að við fengum eitt stig sem er betra en ekkert en pínulítið að fá ekki þrjú sem er best að fá."
banner
banner
banner