Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
   lau 03. september 2011 19:47
Mist Rúnarsdóttir
Helena í mörgæsarbúning: Við erum alsælar
Kvenaboltinn
„6-2 sigur og við erum alsælar,“ sagði Helena Ólafsdóttir íklædd hressandi búningi eftir að lið hennar, FH, hafði tryggt sér sigur í 1. deild kvenna.

Lestu um leikinn: FH 6 -  2 Selfoss

„Við þurftum að taka áskorun og áskorunin var að mæta í þessu í viðtal. Má ég taka þetta af núna? – Og núna er þetta búið,“ sagði Helena aðspurð um dressið en eins og sést tók Helena sig vel út í mörgæsarbúning og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, aðstoðarþjálfari hennar, brá sér í hlutverk kisu.

„Ég var rosalega ánægð með þennan endir. Okkur langaði að klára þetta með því að taka titilinn. Okkur fannst hálfur sigur unninn að fara upp. Auðvitað var það aðalmarkmiðið en við vildum klára þetta með sóma og mér fannst liðið gera það í dag. Þetta var frábært.“

Það var góð mæting í Kaplakrika í dag en á milli 500-600 manns létu sjá sig á vellinum.

„Við vorum náttúrulega ofboðslega glöð að fá heimaleik og það gat nú ekki verið betra veður á þessum tíma. Það var fullt af fólki og vonandi heldur það áfram á næsta ári, að við fáum stuðning. Okkar markmið er náttúrulega að gera góða hluti þar.“

Við spurðum Helenu að lokum út í framhaldið hjá FH en hún segir að fundað verði á næstu dögum og málin rædd.

„Nú hefst leiðinlegasti tími ársins. Nú þarf að vinna í því en ég trúi nú ekki öðru en að allar stelpurnar vilji vera áfram. Markmiðið tókst og svo þurfum við eins og önnur lið að skoða málin. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við erum að fara í erfiðari baráttu. Við þurfum breiðari hóp. Það eru fleiri leikir og annað þannig að núna er fundur bara á morgun,“ svaraði Helena og sagði aðspurð að FH-liðið myndi fagna titlinum í kvöld.

„Maður verður alltaf að fá að fagna aðeins, en bara í hófi.“
banner
banner