Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 03. september 2011 19:47
Mist Rúnarsdóttir
Helena í mörgæsarbúning: Við erum alsælar
Kvenaboltinn
„6-2 sigur og við erum alsælar,“ sagði Helena Ólafsdóttir íklædd hressandi búningi eftir að lið hennar, FH, hafði tryggt sér sigur í 1. deild kvenna.

Lestu um leikinn: FH 6 -  2 Selfoss

„Við þurftum að taka áskorun og áskorunin var að mæta í þessu í viðtal. Má ég taka þetta af núna? – Og núna er þetta búið,“ sagði Helena aðspurð um dressið en eins og sést tók Helena sig vel út í mörgæsarbúning og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, aðstoðarþjálfari hennar, brá sér í hlutverk kisu.

„Ég var rosalega ánægð með þennan endir. Okkur langaði að klára þetta með því að taka titilinn. Okkur fannst hálfur sigur unninn að fara upp. Auðvitað var það aðalmarkmiðið en við vildum klára þetta með sóma og mér fannst liðið gera það í dag. Þetta var frábært.“

Það var góð mæting í Kaplakrika í dag en á milli 500-600 manns létu sjá sig á vellinum.

„Við vorum náttúrulega ofboðslega glöð að fá heimaleik og það gat nú ekki verið betra veður á þessum tíma. Það var fullt af fólki og vonandi heldur það áfram á næsta ári, að við fáum stuðning. Okkar markmið er náttúrulega að gera góða hluti þar.“

Við spurðum Helenu að lokum út í framhaldið hjá FH en hún segir að fundað verði á næstu dögum og málin rædd.

„Nú hefst leiðinlegasti tími ársins. Nú þarf að vinna í því en ég trúi nú ekki öðru en að allar stelpurnar vilji vera áfram. Markmiðið tókst og svo þurfum við eins og önnur lið að skoða málin. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við erum að fara í erfiðari baráttu. Við þurfum breiðari hóp. Það eru fleiri leikir og annað þannig að núna er fundur bara á morgun,“ svaraði Helena og sagði aðspurð að FH-liðið myndi fagna titlinum í kvöld.

„Maður verður alltaf að fá að fagna aðeins, en bara í hófi.“
banner