Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   lau 03. september 2011 19:47
Mist Rúnarsdóttir
Helena í mörgæsarbúning: Við erum alsælar
Kvenaboltinn
„6-2 sigur og við erum alsælar,“ sagði Helena Ólafsdóttir íklædd hressandi búningi eftir að lið hennar, FH, hafði tryggt sér sigur í 1. deild kvenna.

Lestu um leikinn: FH 6 -  2 Selfoss

„Við þurftum að taka áskorun og áskorunin var að mæta í þessu í viðtal. Má ég taka þetta af núna? – Og núna er þetta búið,“ sagði Helena aðspurð um dressið en eins og sést tók Helena sig vel út í mörgæsarbúning og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, aðstoðarþjálfari hennar, brá sér í hlutverk kisu.

„Ég var rosalega ánægð með þennan endir. Okkur langaði að klára þetta með því að taka titilinn. Okkur fannst hálfur sigur unninn að fara upp. Auðvitað var það aðalmarkmiðið en við vildum klára þetta með sóma og mér fannst liðið gera það í dag. Þetta var frábært.“

Það var góð mæting í Kaplakrika í dag en á milli 500-600 manns létu sjá sig á vellinum.

„Við vorum náttúrulega ofboðslega glöð að fá heimaleik og það gat nú ekki verið betra veður á þessum tíma. Það var fullt af fólki og vonandi heldur það áfram á næsta ári, að við fáum stuðning. Okkar markmið er náttúrulega að gera góða hluti þar.“

Við spurðum Helenu að lokum út í framhaldið hjá FH en hún segir að fundað verði á næstu dögum og málin rædd.

„Nú hefst leiðinlegasti tími ársins. Nú þarf að vinna í því en ég trúi nú ekki öðru en að allar stelpurnar vilji vera áfram. Markmiðið tókst og svo þurfum við eins og önnur lið að skoða málin. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við erum að fara í erfiðari baráttu. Við þurfum breiðari hóp. Það eru fleiri leikir og annað þannig að núna er fundur bara á morgun,“ svaraði Helena og sagði aðspurð að FH-liðið myndi fagna titlinum í kvöld.

„Maður verður alltaf að fá að fagna aðeins, en bara í hófi.“