Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   lau 03. september 2011 19:47
Mist Rúnarsdóttir
Helena í mörgæsarbúning: Við erum alsælar
Kvenaboltinn
„6-2 sigur og við erum alsælar,“ sagði Helena Ólafsdóttir íklædd hressandi búningi eftir að lið hennar, FH, hafði tryggt sér sigur í 1. deild kvenna.

Lestu um leikinn: FH 6 -  2 Selfoss

„Við þurftum að taka áskorun og áskorunin var að mæta í þessu í viðtal. Má ég taka þetta af núna? – Og núna er þetta búið,“ sagði Helena aðspurð um dressið en eins og sést tók Helena sig vel út í mörgæsarbúning og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, aðstoðarþjálfari hennar, brá sér í hlutverk kisu.

„Ég var rosalega ánægð með þennan endir. Okkur langaði að klára þetta með því að taka titilinn. Okkur fannst hálfur sigur unninn að fara upp. Auðvitað var það aðalmarkmiðið en við vildum klára þetta með sóma og mér fannst liðið gera það í dag. Þetta var frábært.“

Það var góð mæting í Kaplakrika í dag en á milli 500-600 manns létu sjá sig á vellinum.

„Við vorum náttúrulega ofboðslega glöð að fá heimaleik og það gat nú ekki verið betra veður á þessum tíma. Það var fullt af fólki og vonandi heldur það áfram á næsta ári, að við fáum stuðning. Okkar markmið er náttúrulega að gera góða hluti þar.“

Við spurðum Helenu að lokum út í framhaldið hjá FH en hún segir að fundað verði á næstu dögum og málin rædd.

„Nú hefst leiðinlegasti tími ársins. Nú þarf að vinna í því en ég trúi nú ekki öðru en að allar stelpurnar vilji vera áfram. Markmiðið tókst og svo þurfum við eins og önnur lið að skoða málin. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við erum að fara í erfiðari baráttu. Við þurfum breiðari hóp. Það eru fleiri leikir og annað þannig að núna er fundur bara á morgun,“ svaraði Helena og sagði aðspurð að FH-liðið myndi fagna titlinum í kvöld.

„Maður verður alltaf að fá að fagna aðeins, en bara í hófi.“
banner