Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 24. september 2011 10:00
Mist Rúnarsdóttir
Lið ársins í B-riðli 1.deildar kvenna 2011
Þóra Margrét og Brooke Barbuto eru báðar í liðinu
Þóra Margrét og Brooke Barbuto eru báðar í liðinu
Mynd: ÞÓ - Haukar.is
Fótbolti.net stendur í ár fyrir vali á liði ársins í 1. deild kvenna. Þetta er í fyrsta skipti sem að úrvalslið 1. deildar er valið en þar sem leikið var í tveimur riðlum voru valin úrvalslið hvors riðils fyrir sig.

Í dag er komið að því að opinbera úrvalslið B-riðilsins en það voru þjálfarar liðanna í 1.deildinni sem sáu um valið. Úrvalslið A-riðils var birt á síðunni í gær.

Hér að neðan má sjá úrvalslið B-riðils:



Markvörður:
Kelsey Anne Walters (ÍR)

Varnarmenn:
Sarah Elnicky (Haukar)
Þóra Margrét Ólafsdótir (Selfoss)
Guðrún Arnardóttir (Selfoss)
Dagný Björk Aðalsteinsdóttir (Völsungur)

Miðjumenn:
Hafrún Olgeirsdóttir (Völsungur)
Hrefna Lára Sigurðardóttir (Fjölnir)
Anna Þorsteinsdóttir (Selfoss)

Sóknarmenn:
Brooke Barbuto (Haukar)
Marcela Franco (Haukar)
Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfoss)


Aðrar sem fengu atkvæði:
Markmenn: Anna Jónína Víglundsdóttir (Völsungur), Sonný Lára Þráinsdóttir (Fjölnir), Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir (Haukar)
Varnarmenn: Íris Ósk Valmundsdóttir (Fjölnir), Elín Pálmadóttir (Fram), Sunna Björk Atladóttir (Tindastóll), Bríet Mörk Ómarsdóttir (Selfoss), Aníta Guðlaugsdóttir (Selfoss), Oddný Karen Arnardóttir (Fjölnir), Þórdís Silja Pálsdóttir (Haukar), Fransiska Jóney Pálsdóttir (Selfoss), Ellen Þóra Blöndal (Haukar).
Miðjumenn: Rósa Hugosdóttir (Fram), Saga Guðmundsdóttir (Fjölnir), Bergþóra Gná Hannesdóttir (Selfoss), Thelma Sif Kristjánsdóttir (Selfoss), Björg Magnea Ólafs (Haukar), Helena Ólafsdóttir (Fjölnir), Jóney Ósk Sigurjónsdóttir (Völsungur).
Sóknarmenn: Katrín Ýr Friðgeirsdóttir (Selfoss), Helga Björk Heiðarsdóttir (Völsungur).



Þjálfari ársins: Björn Kristinn Björnsson (Selfoss)
Björn Kristinn náði þeim frábæra árangri að stýra liði Selfoss upp í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins. Selfoss vann B-riðil 1.deildar með 31 stig úr 12 leikjum. Í úrslitakeppninni lagði Selfoss lið Keflavíkur en tapaði fyrir FH í úrslitaleiknum. Glæsilegur árangur hjá Birni á sínu fyrstu ári sem þjálfari Selfoss.
Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Þorleifur Óskarsson (Fjölnir), Unnar Þór Garðarsson (Völsungur)

Leikmaður ársins: Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfoss)
Guðmunda Brynja er aðeins 17 ára gömul en hefur leikið með meistaraflokki Selfoss undanfarin þrjú ár og verið einn sterkasti leikmaður 1. deildarinnar. Hún átti frábært tímabil í sumar, skoraði 13 mörk í 12 leikjum og var lykilleikmaður í liði Selfoss sem náði sínum besta árangri frá upphafi. Það verður virkilega gaman að fylgjast með þessum leikmanni í framtíðinni en hún hefur þegar verið kölluð til æfinga með A-landsliðinu auk þess sem hún á að baki leiki með U17 og U19 ára landsliðunum.

Aðrar sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Brooke Barbuto (Haukar)

Markahæst í B-riðli: Guðmunda Brynja Óladóttir – 13 mörk í 12 leikjum (auk 4 marka í úrslitakeppninni)


Ýmsir molar:

  • 29 leikmenn fengu tilnefningar í úrvalsliðið.


  • Selfyssingar eiga flesta leikmenn í liðinu eða fjóra. Alls voru tíu leikmenn Selfoss tilnefndar.


  • Það bárust tilnefningar á leikmenn úr öllum liðum riðilsins.


  • Fjórir erlendir leikmenn eiga sæti í liðinu. Þrjár úr Haukum og ein úr ÍR.

banner
banner
banner