Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 06. október 2011 16:10
Magnús Már Einarsson
Haukur Heiðar að ganga í raðir KR
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Haukur Heiðar Hauksson, fyrirliði KA, mun líklega ganga í raðir Íslandsmeistara KR fyrir helgi.

,,Viðræður eru á lokastigi. Það liggur fyrir samkomulag við leikmanninn þannig að ég tel að það sé formsatriði að klára þetta," sagði Baldur Stefánsson varaformaður knattspyrnudeildar KR við Fótbolta.net í dag.

,,KA er með tilboð frá okkur sem þeir hafa samþykkt í öllum meginatriðum og ég vona að þetta klárist í dag eða á morgun."

Haukur, sem er tvítugur hægri bakvörður, hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið með meistaraflokki KA frá því árið 2008.

Í sumar skoraði Haukur Heiðar fjögur mörk í 20 leikjum í fyrstu deildinni með KA en hann hefur alls skorað átta mörk í 91 deildar og bikarleik með liðinu.

Á lokahófi KA á dögunum var Haukur Heiðar útnefndur sem besti leikmaður liðsins.
banner
banner
banner
banner