Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 01. nóvember 2011 18:30
Elvar Geir Magnússon
Stefán Eggertsson í Leikni (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknismenn hafa fengið til sín Stefán Eggertsson en hann gengur til liðs við Breiðholtsfélagið frá Val.

Hann er uppalinn hjá HK og lék með Kópavogsliðinu á lánssamningi síðasta sumar.

Stefán er sóknarsinnaður bakvörður sem getur einnig lékið sem kantmaður.

Samkvæmt heimasíðu Leiknis voru mörg lið sem báru víurnar í Stefán en á endanum ákváð hann að semja við Leikni.

Hann er fæddur 1984 og á yfir 50 leiki að baki í efstu deild með HK og Val.

Þar með hafa þrír leikmenn gengið til liðs við 1. deildarlið Leiknis síðan Willum Þór Þórsson var ráðinn þjálfari þess. Áður höfðu Andri Steinn Birgisson (Keflavík) og Damir Muminovic (HK) skrifað undir við félagið.
banner
banner
banner
banner