lau 14. janúar 2012 18:32
Elvar Geir Magnússon
Hermann Hreiðarsson á leið til Coventry
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Michael Appleton, knattspyrnustjóri Portsmouth, hefur staðfest að íslenski varnarmaðurinn Hermann Hreiðarsson sé á leið til Coventry. Gengið verður frá félagaskiptunum um helgina.

Hermann er gríðarlega reyndur og hefur leikið með Charlton, Ipswich, Wimbledon, Brentford og Crystal Palace í enska boltanum.

Hann verður 38 ára næsta sumar og getur bæði leikið sem miðvörður og vinstri bakvörður. Hann var landsliðsfyrirliði Íslands í stjórnartíð Ólafs Jóhannessonar.

Coventry er í neðsta sæti ensku Championship-deildarinnar en vonast er til að reynsla Hermanns komi til með að hjálpa liðinu í baráttunni við falldrauginn. Sem stendur eru sjö stig upp úr fallsætinu.

Með Portsmouth vann Hermann FA-bikarinn 2008 en hann hefur ekki átt fast sæti í liðinu á leiktímabilinu.
banner
banner
banner
banner