þri 21. febrúar 2012 20:42
Sebastían Sævarsson Meyer
Þjálfari Porto ekki var við neina kynþáttafordóma
Mynd: Getty Images
Vitor Pereira, þjálfari Porto, segir það vera misskilningur að stuðningmenn félagsins hafi sýnt leikmönnum Manchester City kynþattafordóma þegar liðin mættust í Portúgal í síðustu viku í Evrópudeildinni.

Man City sagði að apahljóð hafi heyrst frá pöllunum þegar Mario Balotelli og Yaya Toure fengu boltann, en Pereira segir að stuðningmenn Porto hafi aðeins verið að hvetja leikmenn liðsins.

,,Ég varð ekki var við neina kynþáttafordóma,” sagði Vitor Pereira.

,,Ég heyri oft stuðningsmenn okkar hrópa nafn Hulk. Þeir eru þá að hvetja hann með því að kalla ‘Hulk, Hulk, Hulk.”

,,Ég einbeitti mér alveg að leiknum, fylgdist bara með því sem gerðist á vellinum. Ég heyrði ekkert koma frá pöllunum sem þarfnast afsökunarbeiðni.”
Athugasemdir
banner
banner
banner