fös 02. mars 2012 11:30
Magnús Már Einarsson
Pablo Punyed í Fjölni (Staðfest)
Fjölnir hefur gert tveggja ára samning við Pablo Punyed en hann hefur æft með félaginu að undanförnu.

Þessi 22 ára gamli leikmaður á íslenska unnustu en hann hefur leikið með St Johns háskólanum í New York undanfarin ár.

Pablo er frá El Salvador en hann ólst upp í Bandaríkjunum og hefur verið í úrtaki fyrir U23 ára landslið Bandaríkjanna. Pablo er miðjumaður en hann getur einnig leikið í stöðu vinstri bakvarðar sem og á vinstri kantinum.

Fjölnismenn bíða ennþá eftir að Pablo fái leikheimild með liðinu en leikmaðurinn spilaði og skoraði í æfingaleik með Birninum, varaliði félagsins, í 5-1 sigri á Ísbirninum í gær.

Ágúst Örn Arnarson, framherji úr Breiðabliki, lék einnig með Birninum í þeim leik en hann skoraði tvívegis í leiknum.

Ágúst hefur æft með Fjölni að undanförnu en hann missti af öllu síðasta tímabili vegna hnémeiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner