Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 17. mars 2012 16:00
Magnús Már Einarsson
Lengjubikarinn: Fyrsti sigur Hattar
Högni Helgason skoraði fyrsta markið.
Högni Helgason skoraði fyrsta markið.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Höttur 4 - 3 Fjölnir
1-0 Högni Helgason
2-0 Óttar Steinn Magnússon
3-0 Elmar Bragi Einarsson
3-1 Birkir Pálsson (Sjálfsmark)
4-1 Stefán Þór Eyjólfsson
4-2 Guðmundur Karl Guðmundsson
4-3 Bjarni Gunnarsson

Höttur sigraði Fjölni 4-3 í Lengjubikar karla í dag en leikið var í Fjarðabyggðarhöllinni.

Heimamenn voru í miklu stuði í fyrri hálfleiknum þar sem að þeir skoruðu fjögur mörk og leiddu 4-1 í hálfleik.

Í síðari hálfleik tóku Fjölnismenn við sér og náðu að minnka muninn í 4-3 þegar um korter var eftir.

Fjölnismenn sóttu af krafti í leit að jöfnunarmarki en vörnin hjá Hetti var sterk síðustu mínúturnar og það dugði til sigurs.

Þetta var fyrsti sigur Hattar í Lengjubikarnum en liðið er í sjötta sæti í riðli þrjú eftir leikinn. Fjölnismenn eru með fjögur stig í fimmta sætinu.
Athugasemdir
banner
banner