banner
mið 21.mar 2012 19:30
Elvar Geir Magnússon
Dæmdur fyrir kynþáttaníð í garð Collymore
Stan Collymore í leik með Liverpool á sínum tíma.
Stan Collymore í leik með Liverpool á sínum tíma.
Mynd: NordicPhotos
Lögfræðinemi sem sendi Stan Collymore, fyrrum fótboltamanni, ósmekkleg skilaboð á Twitter hefur verið dæmdur í tveggja ára samfélagsþjónustu. Neminn heitir Joshua Cryer, 21 árs, og var með kynþáttaníð í garð Collymore.

Collymore er fyrrum leikmaður Liverpool, Aston Villa og Nottingham Forest og starfar nú sem sérfræðingur á Channel 4 í Bretlandi.

Þá var Cryer dæmdur til að greiða 30 þúsund krónur í málskostnað.

Fyrst hélt hann því fram að einhver hefði hakkað sig inn í Twitter-aðgang sinn en játaði svo á sig sök og slapp við fangelsisdóm. Hann þarf nú að leggja á sig 240 óborgaðar vinnustundir.

Cryer stundar nám við háskólann í Newcastle og mun þurfa að útskýra mál sitt fyrir skólayfirvöldum.
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
banner
banner
banner
Sindri Kristinn Ólafsson
Sindri Kristinn Ólafsson | þri 29. nóvember 11:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 11. nóvember 21:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | þri 08. nóvember 17:00
Frans Elvarsson
Frans Elvarsson | mán 07. nóvember 12:00
Þór Símon
Þór Símon | fös 30. september 12:35
Þór Símon
Þór Símon | fös 23. september 12:22
Daníel Rúnarsson
Daníel Rúnarsson | þri 20. september 14:40
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar | lau 17. september 08:00
No matches