Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
   lau 24. mars 2012 19:33
Arnar Daði Arnarsson
Guðjón Þórðar: Hugarfar taparans ríkjandi hjá alltof mörgum
,,Ég hefði viljað fá meiri út úr þessum leik og ég hefði viljað fá betri framgöngu minna manna," sagði Guðjón Þórðarson þjálfari Grindvíkinga við Fótbolta.net eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í Lengjubikarnum í dag.

,,Mér fannst vanta meiri ákefð, meiri vilja til að vinna og meira vinnuframlag hjá hverjum og einum leikmanni. Það er ekki nóg að spila einn leik vel eins og í síðustu umferð á móti Fylki og vera síðan á hálfum hraða á móti Fjölni."

,,Þetta er eitthvað sem menn verða að laga fyrr en síðar því að það styttist óðfluga í mót. Hugarfarið er ekki stillt á að vinna einhverja leiki í röð og hugarfar taparans er ríkjandi hjá alltof mörgum."


Grindvíkingar eru í leit að liðsstyrk og Guðjón vonast til að sú leit beri árangur á næstunni.

,,Við höfum verið að skoða en höfum ekki verið nógu sáttir með það sem hefur verið í boði. Við erum að vonast til að það detti inn á næstu dögum eða vikum."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner