fös 30. mars 2012 21:15
Hafliði Breiðfjörð
Lengjubikarinn: Ellefu mörk í ótrúlegum sigri Leiknis á Hetti
Leiknir 6 - 5 Höttur:
0-1 Stefán Þór Eyjólfsson (19)
0-2 Elvar Þór Ægisson ('21)
0-3 Elvar Þór Ægisson ('25)
1-3 Hilmar Árni Halldórsson ('26)
2-3 Kristján Páll Jónsson ('27)
3-3 Vigfús Arnar Jósepsson ('38)
4-3 Ólafur Hrannar Kristjánsson ('61)
5-3 Andri Steinn Birgisson ('71)
6-3 Andri Steinn Birgisson ('73, víti)
6-4 Stefán Þór Eyjólfsson ('90, víti)
6-5 Stefán Þór Eyjólfsson (90+2, víti)

Þeir sem lögðu leið sína í Egilshöll í kvöld fengu aldeilis eitthvað í sinn hlut því ellefu mörk voru skoruð í ótrúlegum leik Leiknis og Hattar frá Egilsstöðum en bæði þessi lið leika í 1. deild karla í sumar.

Það voru Hattarmenn sem byrjuðu leikinn með látum því þeir voru komnir í 0-3 eftir 25 mínútur með marki Stefáns Þórs Eyjólfssonar og tveimur frá Elvari Þór Ægissyni.

Leiknismenn virtust vakna af dvala við þetta því á næstu tólf mínútum jöfnuðu þeir metin með mörkum Hilmars Árna Halldórssonar, Kristjáns Páls Jónssonar og Vigfúsar Arnars Jósepssonar.

Staðan í hálfleik 3-3 og þegar Kristinn Jakobsson dómari leiksins flautaði síðari hálfleikinn á hafði hann aðeins dæmt fjórar aukaspyrnur í leiknum en flautað leikinn á átta sinnum.

Ólafur Hrannar Kristjánsson kom Leikni svo yfir eftir klukkutíma leik og Andri Steinn Birgisson bætti svo við tveimur mörkum tíu mínútum síðar, því seinna úr vítaspyrnu.

Héldu nú margir að Leiknismenn væru búnir að þagga niður í Hattarmönnum en það var aldeilis ekki staðan því Stefán Þór Eyjólfsson skoraði úr tveimur vítaspyrnum í lokin og kom þeim í 6-5.

Meira var reyndar ekki skorað og þetta urðu lokatölur í ótrúlegum leik. Þetta var fyrsti sigur Leiknis í mótinu og við hann fóru þeir úr botnsætinu í fimmta sætið með fimm stig. Höttur fór í botnsætið með tapinu, með þrjú stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner