mið 04. apríl 2012 08:00
Henrik Bødker
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Bjór fyrir fólkið í stúkunni?
Henrik Bødker
Henrik Bødker
Það er búið að hvetja mig til að prófa að vera pistlahöfundur og hér er frumraun mín;
Ég ætla ekki að einbeita mér að tímabilinu hjá félagi mínu Stjörnunni en ég verð samt að segja að ef að nýju leikmennirnir okkar verða jafn sannfærandi á vellinum og á Karokí kvöldinu í æfingaferðinni okkar á Spáni, þar sem nýliðarnir þurftu að syngja lag að eigin vali, þá verðum ansi góðir.
Sérstaklega Alexander Scholz sem söng ,,Lífið er yndislegt” á íslensku eða eða flutningur Arons Heiðdal á ,,Nessun Dorma” sem sjálfur Paul Potts hefði verið stoltur af og fagnað með standandi lófataki....

Nei, ég mun einbeita mér að því sem allir sem tengjast íslenska fótboltanum hafa verið að bíða eftir í mjög langan tíma, byrjun Pepsi-deildarinnar.
Biðtíminn eftir deildinni er langur!
Ég hlæ ennþá þegar ég hugsa til þess hversu mikið leikmenn í Danmörku, þar á meðal ég, vældu yfir því að þurfa að taka annað undirbúningstímabil í janúar, febrúar og þar til í enda mars. Síðan kom ég hingað…
Eitt skrýtið sem ég hef tekið eftir síðustu tvö tímabil er að maður er mun spenntari, telur dagana meira niður og er mun stressaðari þegar maður er þjálfari en leikmaður. Ég er ekki einu sinni aðalþjálfari og er ekki nálægt því. Ég get einungis ímyndað mér hversu lítinn svefn þeir hljóta að fá….

Undirbúningurinn fyrir tímabilið, ákvarðanatökurnar, undirbúningurinn og hugsanir í kringum liðið er eitthvað sem mér finnst mjög spennandi og ég er heppinn að vera hjá félagi þar em aðalþjálfarinn og aðstoðarþjálfarinn eru svo góðir að leyfa mér að vera í kringum þessa hluti. Ég get einfaldlega ekki beðið eftir að þetta byrji allt saman þann 6. maí.

Stuðningsmenn í Pepsi-deildinni
Mér finnst allt í kringum Pepsi-deildina vera frábært. KSÍ, Stöð 2, Mbl, Vísir, Morgunblaðið, Fótbolti.net, 433, Pepsi, félögin og aðrir vinna frábært starf í að kynna deildina og gera hana meira spennandi fyrir þá sem fylgjast með og eru að taka þátt. Athyglin sem deildin fær í svona fámennu landi er ótrúleg og að mínu mati er það aðalástæðan fyrir því að félög geta fengið hæfileikaríka erlenda leikmenn í sínar raðir. Hins vegar, eftir að hafa verið hér í nokkur ár, þá verð ég að segja að það er eitt atriði sem ég sakna: Það er alvöru “stuðningsmannamenning”!

Ekki misskilja mig, mér finnst sum félög hafa frábærar áhorfendatölur, sum hafa góðar og sum hafa ásættanlegar tölur. Á Íslandi munu aldrei 5-7000 manns mæta að meðaltali á leiki og það er eðlilegt en það sem ég sakna er rígur og almennilegur áhugi hjá stuðningsmannahópum sem gæti gert það ennþá meira spennandi að mæta á leiki í Pepsi-deildinni. Áhuginn fyrir íþróttinni og ástríðan er klárlega til staðar. Til að sjá það þarftu bara að fara á sportbar síðdegis á laugardegi þegar það er leikur hjá tveimur stórliðum í ensku úrvalsdeildinni!
Svo af hverju getum við ekki séð sömu tryggð og ástríðu hjá Íslendingum þegar kemur að heimaliði þeirra eins og uppáhaldsliði þeirra á Englandi. Það þarf ekki að taka eitt fram yfir annað.

Það er eitt sem ég hef tekið eftir og velt fyrir mér, af hverju mætir fólk alltaf á leiki í Pepsi-deildinni þegar 7-8 mínútur eru búnar af leiknum? Ég horfi oft upp í stúku þegar liðin eru kynnt til leiks og hugsa: ‘’Hrikalega er slök mæting í dag”, en þegar ég horfi aftur í stúkuna 10 mínútum síðar er allt annað uppi á teningnum. Af hverju ætti einhver að vilja að missa af fyrsta markinu eða merkilegu atviki í leiknum þegar þú þarft hvort sem er að borga fullt verð inn á völlinn? Ef að það væru smá kyndingar á milli stuðningsmanna síðustu 10 mínúturnar fyrir leik þá yrði biðin ekki jafn löng fyrir hina áhorfendurnar.
Hvernig getum við fengið fótboltaaðdáendur til að mæta snemma á völlinn og jafnvel klæða sig upp og syngja á fótboltaleikjum? Fyrir mig sem Dana er ein mjög auðveld lausn sem er líka mjög tengd því að mæta á fótboltaleiki; bjór.

Ég veit að ég gæti verið að bregða út frá vananum á einhverjum lögum, reglum og hefðum hér og ég biðst afsöunar á því. Væri það hins vegar svo slæmt ef að félög myndu fá leyfi til að selja áfengi (bjór í glösum) á sérstöku lokuðu svæði, til dæmis kannski í horninu undir stúkunni? Frá og með klukkutíma fyrir leik og síðan í 15 mínútur í hálfleik? Þetta yrði að sjálfsögðu á stað fjarri krökkum sem eru undir aldri. Hversu mikið af ísköldum bjór getur þú drukkið á klukkutíma? Ég persónulega?; Nægilega mikið til að syngja með en klárlega ekki nægilega mikið til að ég þurfi að æla. Sérstaklega ekki ef ég þarf að vinna daginn eftir. Mér finnst Íslendingar líka vera of almennilegir, vel uppaldir og kurteistir til að vera með óspektir og skemmdarverk eins og við sjáum á sumum stöðum í heiminum.

Drekka okkar ástríðufullu stuðningsmenn bjór fyrir leiki hvort sem er?
Já, ég er viss um það. Þeir þurfa bara að gera það í einrúmi sem gerir það að verkum að þeir koma síðar á völlinn og stemningin á leikdegi verður minni fyrir vikið.
Gætu félögin notað þessa auknu tekjur?
Já, ég er viss um það.

Ég vil koma alveg hreint út; Ég er ekki að hvetja neinn til að auka áfengisneyslu sína, líkt og ég vil ekki hvetja unglinga eða íþróttamenn til að byrja að drekka. Við þurfum hins vegar að horfast í augu við það að áfengi og ástríðufullir fótboltastuðningsmenn fara oft saman svo af hverju ættum við að banna eitthvað sem þeir geta gert löglega heima hjá sér hvort sem er.

Það sem ég er að benda á er að reyna að gera það jafn spennandi að mæta á leik í Pepsi-deildinni og að mæta á Liverpool vs Man U. á hverfispöbbnum þínum.

Þrátt fyrir allt sé ég merki þess að stuðningsmannamenningin sé að batna hér. Hjá Stjörnunni erum við ekki með mesta áhorfendafjöldann en stuðningsmannahópurinn ,,Silfurskeiðin” hefur unnið ótrúlegt starf með því að hvetja okkur og syngja á leikjum bæði heima og úti. Á síðasta ári mættum við Þór Akureyri á útivelli og þar hreifst ég af ,,Mjölnismönnum” og því hvernig þeir reyndu að hjálpa sínu liði og trufla okkur og leikmenn okkar með ýmsum látum, en samt sem áður á fyndinn hátt.

Það er það sem þetta snýst allt um. Ekki kynþáttafordóma eða dónaleg öskur, heldur skot sem eru í gríni og einnig að styðja þína leikmenn. Ef að það þýðir að einhver af okkar leikmönnum verður fyrir stríðni af því að hann á lélegan leik eða er með skrýtna hárgreiðslu, þá verður það bara að hafa það. Þeir verða að læra að ráða við það, enda er þetta hundrað sinnum verra erlendis og á vissan hátt hvetur þetta leikmenn áfram.
Ég vona að stuðningsmannahópar hjá öllum félögum muni stíga upp og hjálpa okkur að gera tímabilið 2012 í Pepsi-deildinni það mest spennandi frá upphafi.

ÞETTA ERU MÍNAR PERSÓNULEGU SKOÐANIR
Henrik Bødker

Henrik Bødker er 30 ára Dani sem hefur búið á Íslandi í tæp 5 ár.
Lék á sínum tíma í þremur efstu deildunum á Danmörku og Íslandi
Í dag er Henrik hluti af þjálfaraliði Stjörnunnar þar sem hann sér um markverði félagsins

Athugasemdir
banner
banner
banner