Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 27. apríl 2012 10:10
Magnús Már Einarsson
Brynjar Björn búinn að gera nýjan samning við Reading
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Brynjar Björn Gunnarsson er búinn að ganga frá nýjum eins árs samningi við Reading samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Fyrr í vikunni staðfesti Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, að Brynjar muni ekki koma til félagsins í sumar eins og útlit var fyrir.

Brynjar hefur einungis leikið þrjá leiki í ensku Championship deildinni á þessu tímabili en Reading tryggði sér sigur í deildinni um síðustu helgi.

Þrátt fyrir að Brynjar hafi spilað lítið vill Brian McDermott, stjóri Reading, halda honum hjá félaginu enda hefur hann reynslu af því að spila í ensku úrvalsdeildinni.

Brynjar Björn er 36 ára gamall en hann kom til Reading árið 2005. Hann hefur einnig leikið með Valerenga, Örgryte, Stoke, Nottingham Forest og Watford.

Brynjar Björn hefur einnig skorað 4 mörk í 74 landsleikjum fyrir Íslands hönd en síðasti landsleikur hans var gegn Lúxemborg í nóvember árið 2009.
Athugasemdir
banner
banner
banner