mið 02. maí 2012 12:31
Hafliði Breiðfjörð
Rene Troost gengur til liðs við Breiðablik (Staðfest)
Petar Rnkovic og Rene Troost á fréttamannafundinum í dag.
Petar Rnkovic og Rene Troost á fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tilkynnti í dag á fréttamannafundi að félagið hafi samið við hollenska miðvörðinn Rene Troost um að spila með liðinu í sumar.

Troost, sem er 23 ára, er á mála hjá AGOVV Apeldoorn sem leikur í næstefstu deild í Hollandi.

Troost var á reynslu hjá ÍBV í desember síðastliðnum en hann samdi ekki við félagið þrátt fyrir að hafa staðið sig ágætlega á reynslutímanum.

Hann hefur einnig leikið með FC Omniworld í sömu deild en hann ólst upp hjá því félagi.

Hann er annar erlendi leikmaðurinn sem félagið fær til liðs við sig í vetur en sóknarmaðurinn Petar Rnkovic var áður kominn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner